Eurovision sætið staðreynd - Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið í Lífshlaupinu

LífshlaupiðAmtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið tóku þátt í Lífshlaupinu, hreyfingarátaki vinnustaða um allt land. Lífshlaupið er átak til að hvetja til hreyfingar og er keppt í aldursflokkum, 16 ára og yngri og 16 ára og eldri, og svo eftir stærð vinnustaða.

Skemmst er frá því að segja að í stærðarflokknum 10-29 starfsmenn lenti liðið okkar í 16. sæti á landsvísu. Er það afskaplega ánægjulegt, en nánast allir starfsmenn tóku þátt. Leikskólinn Pálmholt á Akureyri fór með sigur af hólmi í átakinu í þessum fjöldaflokki.

Átakið var vel heppnað en samkeppni myndaðist á milli liða innan safnanna og úr varð skemmtileg keppni sem skilaði sér svo í þessu ágæta sæti, því sextánda, af 148 liðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan