Hvar eru rafbækurnar? - Íslandi neitað af Amazon

Íslenskar rafbækur fást nú á Amazon.com, en ekki á íslensku. Þær fást á ensku, frönsku og þýsku, bækur eftir Arnald Indriðason, Einar Kárason og Árna Þórarinsson. Fjallað var um málið í fréttum Rúv í gær.

Hérna er til að mynda Synir Duftsins eftir Arnald á Amazon, útgáfa fyrir Kindle kostar tæpar 1300 krónur, en bókin er á ensku.

Fréttin er hérna.

Þar segir meðal annars að Amazon hafi hafnað því að taka til sölu rafbækur á íslensku. Amazon er með um 80% markaðshlutdeild rafbóka á netinu.

Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Forlaginu, sagði að leysa þyrfti mörg mál samhliða þessu, meðal annars á hvaða sniði (e. format) íslenskar bækur kæmu út á.

Óvíst er af hverju það er stórt vandamál auk þess sem fleiri bókaútgefendur en Amazon eru til. Flestir vilja einfaldlega fá rafbækurnar á markað, en þeim væri síðan hægt að breyta á annarskonar snið eftirhentugleika. Vonandi sést fljótlega fjölgun á íslenskum rafbókum, eftirspurn eftir þeim eykst sífellt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan