Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Bókaverðlaun barnanna 2012

Bókaverðlaun barnanna

Almennings- og skólabókasöfn landsins veita verðlaun hvert ár fyrir tvær barnabækur, aðra frumsamda og hina erlenda. 6-12 ára börn velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land á vormánuðum. Úrslit verða kynnt á aðalsafni Borgarbókasafns á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Hér á Akureyri má að skila atkvæðum fyrir 30. mars, á bókasöfn grunnskólanna eða á Amtsbókasafninu.
Lesa fréttina Bókaverðlaun barnanna
Bók í mannhafið

Bók í mannhafið

Þann 8. september, síðastliðinn, var alþjóðadagur læsis. Af því tilefni var 30 bókakössum komið fyrir víða um Akureyri. Í kössunum voru ókeypis bækur sem fólk á öllum aldri gat tekið með sér heim til lestrar. Að lestri loknum mátti koma bókinni fyrir í sambærilegum bókakassa. Almenningur gat einnig sett sínar eigin bækur í bókakassana og aukið þannig enn á fjölbreytnina.
Lesa fréttina Bók í mannhafið
tímarit.is

Gagn og gaman á tímarit.is

Sífellt bætast nýir titlar inn á tímarit.is. Nú þegar hafa verið myndaðir 652 titlar og þeim fjölgar jafnt og þétt. Hér á Amtsbókasafninu eru myndaðar um og yfir 1000 blaðsíður á dag. Um þessar mundir er verið að mynda hin ýmsu landsmálablöð og þess má geta að Dagur og Íslendingur eru komnir inn í safnið ásamt fleiri norðlenskum blöðum. Árið 2011 var Muninn myndaður í boði afmælisárganga í Menntaskólanum á Akureyri. Tímarit.is er hafsjór af fróðleik og leikir jafnt sem lærðir geta haft bæði gagn og gaman af því að skoða þetta sívaxandi safn.
Lesa fréttina Gagn og gaman á tímarit.is
Hvað ungur nemur...

Áhugi fólks á læsi og lestri barna hefur greinilega tekið við sér

Fjölskyldufólk leggur leið sína á safnið í auknum mæli nú í byrjun árs. Stofnun Barnabókaseturs, opnun sýningar um Yndislestur og mikil umfjöllun um lestur barna og unglinga hefur þar áhrif, án efa.
Lesa fréttina Áhugi fólks á læsi og lestri barna hefur greinilega tekið við sér
Verum í sambandi!

Ný þjónusta við lánþega Amtsbókasafnsins á Akureyri

Þann 17. mars 2011 tókum við upp þá nýbreytni að senda lánþegum tilkynningu í tölvupósti um að komið væri að skilum á safnefni. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir og við hvetjum alla sem ekki hafa skráð netfang hjá okkur nú þegar að nota næstu ferð og yfirfara lánþegaupplýsingar sínar. Og endilega að láta okkur vita ef netfang breytist!
Lesa fréttina Ný þjónusta við lánþega Amtsbókasafnsins á Akureyri
Nýtt efni

Nýtt efni

Daglega kemur nýtt efni í útlánadeildina, hvort sem um er að ræða bækur, blöð, tónlist, kvikmyndir, teiknimyndasögur eða annað. Pantanalistarnir eftir jólin eru orðnir mun styttri og því biðin eftir vinsælustu bókunum ekki jafn löng. Það ætti því að vera léttur leikur að rölta á Amtsbókasafnið og geta tekið með sér eitthvað nýtt efni. Til dæmis þetta:
Lesa fréttina Nýtt efni
Katrín Jakobsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir

Stofngjörningur Barnabókaseturs

Barnabókasetur var stofnað á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 4. febrúar. Barnabókasetrið verður rannsóknsetur um barnabækur, læsi og lestur barna. Að undirbúningi standa Háskólinn á Akureyri, Minjasafnið og Amtsbókasafnið. Að setrinu standa einnig Rit höfundasambandið, SÍUNG – samtök barna og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri. Samhliða stofnun Barnabókaseturs var opnuð sýningin: Yndislestur æsku minnar. Hún samanstendur af myndum af þekktu fólki að lesa minnisstæða barnabók og hugleiðingum þeirra um bókina og hvers vegna hún var í uppáhaldi.
Lesa fréttina Stofngjörningur Barnabókaseturs
Yndislestur

Barnabókasetur og yndislestur æsku minnar

Laugardaginn 4. febrúar kl. 12.00 verður stofnað Barnabókasetur á vegum Háskólans á Akureyri, Minjasafnsins og Amtsbókasafnsins. Af því tilefni opnum við, Yndislestur æsku minnar - sýningu um eftirlætis barnabækur í máli og myndum. Allir velkomnir!
Lesa fréttina Barnabókasetur og yndislestur æsku minnar
Óskarsverðlaunamyndir

Óskarsverðlaunamyndir

Tilboðsmyndir febrúarmánaðar hjá okkur verða Óskarsverðlaunamyndir, þ.e. þær myndir sem hafa unnið til Óskarsins. Tilefnið er hin stórkostlega umdeilda og árlega Óskarsverðlaunahátíð sem í ár verður haldin 26. febrúar nk. Þarna má finna snilldarverk eins og Inception, Citizen Kane, Casablanca, It Happened One Night, Brokeback Mountain, The Network, Lord of the Rings-trílógíuna, Godfather myndir númer 1 og 2, The Departed ... o.fl.
Lesa fréttina Óskarsverðlaunamyndir
Bókamarkaður

Enn má gera góð kaup á bókamarkaðnum...

Það má finna bæði gull og gersemar í formi gamalla bóka og blaða á markaðnum hjá okkur - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Enn má gera góð kaup á bókamarkaðnum...
Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins

Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir rekstraraðila í kaffiteríu safnsins. Þjónusta og veitingasala við gesti og starfsmenn bókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins eru meginmarkmið rekstrarins.
Lesa fréttina Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins