Áhugi fólks á læsi og lestri barna hefur greinilega tekið við sér

Hvað ungur nemur...
Hvað ungur nemur...

Fjölskyldufólk leggur leið sína á safnið í auknum mæli nú í byrjun árs. Stofnun Barnabókaseturs, opnun sýningar um Yndislestur og mikil umfjöllun um lestur barna og unglinga hefur þar áhrif, án efa.

fjölskyldur og barnastarf

Áhugi fólks á læsi og lestri barna hefur greinilega tekið við sér. Umræða og skrif um það að bókaþjóðin sé hugsanlega í ólestri hefur greinilega hreyft við fólki og fjölskyldur koma nú í auknu mæli í heimsókn til okkar og velja lesefni fyrir alla fjölskylduna. Við höfum sérstaklega tekið eftir aukinni umferð í barnadeildinni, þar sem foreldrar spá í bækur fyrir börnin sín og vilja finna lesefni við hæfi.  Yngstu viðskiptavinum okkar fjölgar líka og sögustundin blómstrar sem aldrei fyrr. Það er kraftur í krökkunum okkar og ekkert er ómögulegt!

sögustund

Við fögnum þessari þróun og vonum að þeim fjölgi áfram sem vilja heimsækja okkur, eiga notalega stund saman við að velja gott lesefni, skemmtilega kvikmynd og/eða ljúfa tónlist.

Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og því upplagt að fjölskyldan bregði sér saman á safnið - Velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan