Bók í mannhafið

Bók í mannhafið
Bók í mannhafið

Þann 8. september, síðastliðinn, var alþjóðadagur læsis. Af því tilefni var 30 bókakössum komið fyrir víða um Akureyri.  Í kössunum voru ókeypis bækur sem fólk á öllum aldri gat tekið með sér heim til lestrar. Að lestri loknum mátti koma bókinni fyrir í sambærilegum bókakassa. Almenningur gat einnig sett sínar eigin bækur í bókakassana og aukið þannig enn á fjölbreytnina.

Bókakassarnir áttu að standa út september og jafnvel lengur ef að áhugi væri fyrir hendi.

Nú hefur það sýnt sig að nokkrir bókakassar hafa verið ansi lífseigir og fólki til mikillar ánægju. Í apótekinu í Hrísalundi er kassinn góði orðinn hluti af þjónustunni og viðskiptavinir duglegir að taka úr og bæta í kassann.

Nýlega var svo komið að kassinn var að tæmast og hafði forstöðumaður apóteksins samband við Amtsbókasfnið með beiðni um smá ábót af bókum.
Það var auðsótt mál og nú er bókakassinn aftur fullur af hinum ýmsu bókum og fólk fagnar því að geta gripið með sér bók.

Bók í mannhafið


Að verkefninu standa Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan