Gagn og gaman á tímarit.is

tímarit.is
tímarit.is

Jafnt og þétt bætast nýir titlar inn á tímarit.is. Nú þegar hafa verið myndaðir 652 titlar og þeim fjölgar jafnt og þétt.

Hér á Amtsbókasafninu eru myndaðar um og yfir 1000 blaðsíður á  dag. Um þessar mundir er verið að mynda hin ýmsu landsmálablöð og þess má geta að Dagur og Íslendingur eru komnir inn í safnið ásamt fleiri norðlenskum blöðum. Árið 2011 var Muninn myndaður í boði afmælisárganga í Menntaskólanum á Akureyri. Tímarit.is er hafsjór af fróðleik og leikir jafnt sem lærðir geta haft bæði gagn og gaman af því að skoða þetta sívaxandi safn.

Dagur febrúar 1942 tímarit.is

Tímarit.is er stórksemmtilegur vefur og einnig mjög gagnlegur. Hérna er vefurinn kynntur og eiginleikar hans sýndir. Amtsbókasafnið á Akureyri gerði myndbandið.

 

Nánar um Tímarit.is:

Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknaraðferðir. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Notendur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíður. Jafnt og þétt bætast við safnið fleiri titlar.

Verkefnið var styrkt af Vestnorræna ráðinu, NORDINFO (Norrænu samvinnunefndinni um vísindalegar upplýsingar), RANNÍS (Rannsóknarráði Íslands) og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Tímarit.is er samstarfsverkefni:

    Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns,

    Føroya landsbókasavn og

    Nunatta Atuagaateqarfia (Det grönlandske Landsbibliotek).

Um val á efni til myndatöku

Hvert safn ákveður fyrir sitt leyti hvaða blöð og tímarit eru sett út á Netið. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn veitir aðgang að nær öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til 1920 og innan tíðar verða öll dagblöð frá upphafi til dagsins í dag aðgengileg. Einnig eru valin tímarit aðgengileg í heild en stefna safnsins er að birta öll tölublöð hvers rits en lagaákvæði um höfundarrétt ráða hvað efni er sett út á Netið. Ef leyfi fæst hjá handhafa höfundarréttar um að birta efni sem nýtur höfundarréttar er það gert. Í sumum tilfellum ákveður útgefandi birtingartöf, yfirleitt síðustu 2 til 4 ár.

Tölulegar upplýsingar um verkefnið:

Heildarfjöldi titla:            652

Heildarfjöldi greina:       17.543

Heildarfjöldi blaðsíðna:   3.983.719

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan