Ný þjónusta við lánþega Amtsbókasafnsins á Akureyri

Verum í sambandi!
Verum í sambandi!

Þann 17. mars 2011 tókum  við upp þá nýbreytni að senda lánþegum tilkynningu í tölvupósti um að komið væri að skilum á safnefni.

Með þessari breytingu er hægt að bregðast fljótt við og skila safnefni til að sleppa við sektir.  Í langflestum tilfellum er einnig hægt að endurnýja lán, með því að fara á www.gegnir.is, hafa samband við okkur í síma 460-1250460-1250 eða senda tölvupóst á bokasafn@akureyri.is .

Flestir lánþegar nota tölvupóst og við höfum skráð netföng þeirra eftir bestu vitneskju.  Þeir sem ekki nota tölvupóst verða eftir sem áður að nota kvittanir eða minnismiða að minna sig á skiladag :-)

Viðvörunin er send út á þriðjudögum og fimmtudögum og gildir fyrir það efni sem er lánað í 10 daga eða lengur. 

Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir og við hvetjum alla sem ekki hafa skráð netfang hjá okkur nú þegar að nota næstu ferð og yfirfara lánþegaupplýsingar sínar.  Og endilega að láta okkur vita ef netfang breytist! Við minnum einnig á að hægt er að yfirfara eigin upplýsingar inni á www.gegnir.is undir Stillingar – Mínar upplýsingar þegar búið er að skrá sig inn.

tölvusamskipti

ATH - Áfram verður sent út rukkbréf í tölvupósti til þeirra sem ekki hafa skilað á tilsettum tíma.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan