Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Góðir gestir í barnadeildinni :-)

Gestkvæmt í ágúst

Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur í ágúst og okkur reiknast til að hingað hafi komið tæplega 8500 gestir en það eru ríflega 400 manns á dag. - Við gleðjumst yfir þessari góðu aðsókn og bjóðum alla gesti velkomna áfram!
Lesa fréttina Gestkvæmt í ágúst
Lestur er bestur - Fyrir alla!

Bókasafndsdagurinn

Lestur er bestur - Fyrir alla! - Alþjóðadagur læsis og Bókasafnsdagurinn eru þriðjudaginn 8. september - Við ákváðum að skella þessum tveimur dögum saman og bjóða gestum að setjast í sögustól og segja stuttar sögur. Jafnframt rúlla á skjánum í afgreiðslunni myndbönd frá grunnskólanemendum þar sem þau nota hjálp nýjustu tækni til að segja sögur með snjalltækjum. Myndböndin rúlla allan daginn á milli kl. 10 og 19. Njótið dagsins með okkur :-)
Lesa fréttina Bókasafndsdagurinn
Stríð...

Stríðsbækur í Hofi

Í september er þemað í Hofi; Hernaðarástand - Hernám, fangabúðir, flótti og andspyrna. Hernaðarástand og stríðsátök hafa óhjákvæmilega í för með sér hörmungar og mannfall. En sem betur fer verða líka til andspyrnuhreyfingar og gott fólk leggur líf sitt að veði til þess að hjálpa meðbræðrum sínum. Hér er úrval bóka sem á einn eða annan hátt tengjast heimstyrjöldinni síðari og gefa einhverja hugmynd um það sem fólk upplifir í skugga hernaðar.
Lesa fréttina Stríðsbækur í Hofi
Alþjóðadagur læsis 8. september

Alþjóðadagur læsis

Lestur er bestur - Fyrir alla! - Alþjóðadagur læsis og Bókasafnsdagurinn eru þriðjudaginn 8.september - Við ákváðum að skella þessum tveimur dögum saman og bjóða gestum að setjast í sögustól og segja stuttar sögur. Jafnframt rúlla á skjánum í afgreiðslunni myndbönd frá grunnskólanemendum þar sem þau nota hjálp nýjustu tækni til að segja sögur með snjalltækjum. Myndböndin rúlla allan daginn á milli kl. 10 og 19. Njótið dagsins með okkur :-)
Lesa fréttina Alþjóðadagur læsis
Það eru töfrar í Álfabókunum...

Síðasti sýningardagur 29. ágúst!

Síðasti sýningardagur laugardaginn 29. ágúst. GARASON verður á staðnum! Gulli Ara er mættur í bæinn og ætlar að vera með sýninguna sína opna í tilefni af menningarvöku milli kl. 13:00 og 17:00.
Lesa fréttina Síðasti sýningardagur 29. ágúst!
Skapandi sumarstörf og Amtsbókasafnið

Akureyrarvaka 2015

Amtsbókasafnið verður áfram í samstarfi við skapandi sumarstörf hjá Akureyrarbæ og mun hópur frá þeim birta myndbandsverkið "dóttir, mamma, amma" í gluggum bókasafnsins þegar kvölda tekur laugardaginn 29. ágúst - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Akureyrarvaka 2015
GARASON

Álfabækur - Elfbooks – Elfenbücher – Elfebøger – Livres des elfes...

Óhætt er að segja að sýning Guðlaugs Arasonar á Álfabókum hafi slegið í gegn hjá okkur sumarið 2013. Nú hefur GARASON raðað saman enn fleiri Álfabókum og ætlar að hafa þær til sýnis og sölu hér á Amtsbókasafninu í júlí og ágúst. Álfabækurnar heilla bæði stóra og smáa og í þeim má endalaust finna ný og óvænt atriði. Sýningin opnar mánudaginn 6. júlí - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Álfabækur - Elfbooks – Elfenbücher – Elfebøger – Livres des elfes...
Gjaldfrjálsar frátektir!

Frítt að panta

Ekki er lengur tekið gjald fyrir pantanir og frátektir nema um glænýtt efni sé að ræða! - Af gefnu tilefni viljum við vekja athygli á því að við erum með nýtt fyrirkomulag á pöntunum og frátektum. Nú fá þeir sem panta safnefni þessi skilaboð:
Lesa fréttina Frítt að panta
Gleði og list :-)

Sumarlestur

Sumarlesturinn hefur gengið einstaklega vel og börnin á öllum námskeiðunum til fyrirmyndar. Við höfum skoðað hús, götur, skáld, listsköpun og margt fleira og allt hefur þetta verið bæði börnunum og bænum til mikillar gleði. Við þökkum öllum þátttakendum innilega fyrir samveruna og hlökkum til að fá ný og hress börn til okkar næsta sumar :-)
Lesa fréttina Sumarlestur
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

Heill þér mæta, merka kona

Hér hefur verið opnuð sýningin "Heill þér mæta, merka kona" á vegum Héraðsskjalasafnsins - Falleg sýning og áhugverð þar sem gluggað er í skjöl kvenna í gegnum tíðina - Sýninging stendur út júní og er opin alla virka daga kl. 10:00-19:00
Lesa fréttina Heill þér mæta, merka kona
Kosningaréttur kvenna 100 ára

Lokað eftir hádegi 19. júní

Mikil hátíðarhöld verða á Akureyri og um allt land föstudaginn 19. júní þegar landsmenn fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Af því tilefni og til að sem flestir geti fagnað því að heil öld verður liðin frá þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar, hefur bæjarráð Akureyrar samþykkt að öllu starfsfólki bæjarins verði gefið frí frá kl. 12 á afmælisdaginn. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn– og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudaginn 21. maí. Líklegt má telja að ýmis fyrirtæki í bænum fylgi fordæmi Akureyrarkaupstaðar.
Lesa fréttina Lokað eftir hádegi 19. júní