Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Chat in Icelandic

Icelandic Chatting Group

SPJALLHÓPUR FYRIR ÚTLENDINGA SEM VILJA BÆTA SIG Í ÍSLENSKU - ICELANDIC CHATTING GROUP ON WEDNESDAYS - AT PUBLIC LIBRARY, CAFETERIA - 16.30-17.30 - FREE OF CHARGE
Lesa fréttina Icelandic Chatting Group

Ofurkonur

Skaltu það muna, vesæll maður … að kona hefur barið þig! Í október er þemað; Kvenhetjur. Heillandi, kaldlyndar, ógnvekjandi, klókar, lífshættulegar, yfirnáttúrulegar og óútreiknanlegar Haft hefur verið á orði að á bak við hverja ofurhetju sé aðgerðalítil kona – Þetta er ekki allskostar rétt og hér má sjá úrval vísindaskáldsagna og teiknimyndasagna sem sýna konur í hlutverki aðalsöguhetju. Storm, Psylocke, Jean Grey, Dazzler, Black Widow, Wonder Woman, Rogue, Catwoman, Emma Frost, Harley Quinn, Raven, Zatanna, Erza Scarlet, Asuna, Rias Gremory, Sinon, Katniss Everdeen, Sookie Stackhouse, Zoe, svo að nokkur nöfn séu nefnd!
Lesa fréttina Ofurkonur
NÁLA riddarasaga

Nála riddarasaga

Amtsbókasafnið á Akureyri fagnar komu sýningarinnar Nálu-riddarasögu nú í október. Formleg opnun 2. október og sögustund laugardaginn 3. október. Allir hjartanlega velkomnir! - Nála-riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sótti höfundur í íslenskt handverk og sagnahefð.
Lesa fréttina Nála riddarasaga
Það er gaman að lesa

Aðstoð við íslensku fyrir skólakrakka

Lions klúbburinn Ylfa á Akureyri vann sl. vetur að því að aðstoða nemendur, sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, við heimalestur. Þær ætla að halda áfram þessu góða starfi og hafa fengið aðstöðu á Amtsbókasafninu. Þær verða hér á þriðjudögum frá 16:30 – 17:30 og aðstoða nemendur í 1. – 3. bekk við heimalestur.
Lesa fréttina Aðstoð við íslensku fyrir skólakrakka
Herra Skoppi alltaf kátur :-)

Skoppað á bókasafnið

Skoppaðu á bókasafnið laugardaginn 19. september kl. 14:00! - Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppaðu á bókasafnið að koma og hafa gaman saman! Hlökkum til að sjá ykkur :-) Herdís Anna, barnabókavörður og starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Skoppað á bókasafnið
Sögustund gefur gull í mund

Sögustund

Fyrsta sögustundin haustið 2015 er fimmtudaginn 17. september kl. 16:15. - Í september lesum við úr nýjum bókum, litum, föndrum og höfum gaman saman. Hlökkum til að sjá ykkur í sögustund :-)
Lesa fréttina Sögustund

Vetrarafgreiðslutími

Haustið er komið og við innleiðum vetrarafgreiðslutíma - Nú, er sum sé, opið á laugardögum líka :-)
Lesa fréttina Vetrarafgreiðslutími

Hlutastarf

Við óskum eftir liðsauka á laugardögum og viljum ráða bókavörð í tímabundið hlutastarf. Til að forðast allan misskilning viljum við vekja athygli á því að einungis er um vinnu á laugardögum að ræða og einungis í vetur. Viðkomandi þarf að vinna þrjá laugardaga af fjórum frá klukkan 10:30 til 16:15. Þetta starf hentar ágætlega með námi en starfshlutfallið er mjög lágt.
Lesa fréttina Hlutastarf
Lesum saman :-)

Leshringur

Hefur þú áhuga á að vera í leshring? Í september ætlum við hér á bókasafninu að byrja með leshring, einu sinni í mánuði fram að jólum. - Fyrsta kvöld verður miðvikudaginn 16. september. - 3 ólíkar stefnur skáldsagna verða teknar fyrir. - Ef þú hefur áhuga sendu póst á thuridurs@akureyri.is
Lesa fréttina Leshringur
Johannes Larsen

Fyrirlestur um listamanninn Johannes Larsen á ferð um Ísland

Listamaður á söguslóðum. - Þriðjudaginn 22. september, kl. 20:00 verður fjallað um ferðir hins þekkta danska listmálara Johannes Larsen til Íslands vegna myndskreytinga hans við hátíðarútgáfu Íslendingasagna í Danmörku árið 1930. Fyrirlesari er Vibeke Nørgaard Nielsen.
Lesa fréttina Fyrirlestur um listamanninn Johannes Larsen á ferð um Ísland
bækur, um bækur, frá bókum, til bóka...

Bókamarkaður í september

Okkar sívinsæli bókamarkaður verður afhjúpaður þriðjudaginn 1. september kl. 10:00! Mikið úrval allskyns bóka á öllum aldri, fyrir allan aldur :-)
Lesa fréttina Bókamarkaður í september