Lokað eftir hádegi 19. júní

Kosningaréttur kvenna 100 ára
Kosningaréttur kvenna 100 ára

Mikil hátíðarhöld verða á Akureyri og um allt land föstudaginn 19. júní þegar landsmenn fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Af því tilefni og til að sem flestir geti fagnað því að heil öld verður liðin frá þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar, hefur bæjarráð Akureyrar samþykkt að öllu starfsfólki bæjarins verði gefið frí frá kl. 12 á afmælisdaginn.

Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn– og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær, fimmtudaginn 21. maí. Líklegt má telja að ýmis fyrirtæki í bænum fylgi fordæmi Akureyrarkaupstaðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan