Ódýrar bækur til sölu - Söluborð undir stiganum

Söluborð

Amtsbókasafnið endurnýjar safnkostinn sinn reglulega. Það gerum við bæði með því að kaupa bækur og eins með þeim góðu bókagjöfum sem almenningur getur komið með til okkar.

Í slíkum tilfellum förum við yfir bækurnar, athugum hvort þær séu betur farnar en okkar eigin bækur, og skiptum út eftir því sem hentar.

Margar bækur enda á söluborðinu okkar, bæði nýlegar og gamlar bækur. Auk þess eru þar tímarit og myndir en mjög breytilegt er hvað er á borðinu. Söluborðið er undir stiganum, á 1. hæð.
                                                                   Söluborðið í dag. Bækurnar koma og fara fljótt!
Fyrir þann pening sem kemur inn af söluborðinu kaupum við svo nýjar bækur. Þannig endurnýjast bókakosturinn okkar reglulega.

Verðlistinn á söluborðinu er svona:
1 bók: 100 krónur
10 bækur: 700
20 bækur: 1200
Tímarit: 20 kr stk
VHS mynd: 100 krónur
10 VHS myndir: 500 krónur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan