Versta mynd allra tíma? - Justin Bieber veldur vonbrigðum

Justin Bieber Never say never

Kvikmyndagúrúar og gárungar nota oft hina vinsælu heimasíðu IMDB (Internet Movie Database) til að mæla vinsældir kvikmynda. Notendur geta gefið kvikmyndum einkunn og þannig trónir Shawshank Redemption á toppnum yfir bestu myndirnar.

Verstu myndirnar eru líka athyglisverðar en hjartaknúsarinn og dúllurassinn Justin Bieber er á hraðri leið á botninn. Nýja myndin hans, Never Say Never, er aðeins með 1,1 í einkunn, af 10. Neðsta myndin á IMDB listanum er með 1,4 í einkunn en það er "stórvirkið" Suberbabies 2. Hún náði ekki að fylgja eftir vinsældum Superbabies 1 sem fékk 2,2 í einunn á IMDB.

Bieber er sem stendur á hraðri leið á botninn, nema áhangendur hans flykkist á síðuna og rífi strákinn upp.

Að sjálfsögðu ætlar Amtsbókasafnið að verða sér út um eintak af Justin Bieber: Never say never til þess að fólkið okkar geti dæmt myyndina sjálft.

Amtsbókasafnið á nú þegar diskinn My World með Bieber til útleigu. Hann kostar aðeins 100 krónur, eins og aðrir geisladiskar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan