Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

840 manns á bókasafninu á miðvikudaginn - Fyrsti dagur eftir páska

Á miðvikudaginn eftir páska komu 840 manns á bókasafnið. Þetta er með því mesta sem gerist en ástæðan er meðal annars sú að hægt var að hafa DVD-diska yfir alla páskana eins og sagt var frá fyrr í vikunni. Hér fyrir neðan má svo sjá dagana sem flestir sóttu safnið undanfarin ár: 2011: 840 - 26. ap…
Lesa fréttina 840 manns á bókasafninu á miðvikudaginn - Fyrsti dagur eftir páska

Vinsælar DVD myndir - Löng útleiga um páskana

Á hefðbundnum fimmtudegi lánast oft á bilinu 80 til 100 DVD-diskar á Amtsbókasafninu. Það eru yfirleitt vinsælustu útlánadagarnir þar sem þeim diskum þarf ekki að skila fyrr en á mánudegi. Algjör sprengja var rétt fyrir páska en á tveimur dögum lánuðust alls 447 DVD diskar sem þurfti svo ekki að …
Lesa fréttina Vinsælar DVD myndir - Löng útleiga um páskana

Lokað fyrir millisafnalán í sumar - Mannekla og barneignaleyfi

Millisafnalán verða ekki afgreidd á Amtsbókasafninu í sumar. Er það vegna manneklu og barneignaleyfis og á þetta við um júní, júlí og ágúst. Við viljum því biðja fólk sem ætlar sér að fá millisafnalán að huga að lokuninni tímanlega. Eins biðjum við þá sem eru með bækur lánaðar á millisafnaláni að s…
Lesa fréttina Lokað fyrir millisafnalán í sumar - Mannekla og barneignaleyfi

Afgreiðslutími bókasafnsins um páskana - Lokað þar til á þriðjudag

Opnunartími á bókasafninu um páskana er sem hér segir: Miðvikudagur 20. apríl: 10:00-19:00 Fimmtudagur 21. apríl (skírdagur) : LOKAÐ Föstudagur 22. apríl (föstudagurinn langi) : LOKAÐ Laugardagur 23. apríl: LOKAÐ Sunnudagur 24. apríl (páskadagur) : LOKAÐ Mánudagur 25. apríl (annar í páskum) : LOK…
Lesa fréttina Afgreiðslutími bókasafnsins um páskana - Lokað þar til á þriðjudag

Athyglisverðar teiknimyndasögur - Fræðslumorgun starfsfólks

Þriðjudaginn 19. apríl var fræðslumorgun fyrir starfsfólk Amtsbókasafnsins. Þar bar hæst frábært erindi Úlfhildar Dagsdóttur um teiknimyndasögur. Úlfhildur sagði frá uppruna teiknimyndasagna, mismunandi stílum eftir löndum og tók sérstaklega bandarísku, evrópsku og japönsku stílana fyrir. Hún sa…
Lesa fréttina Athyglisverðar teiknimyndasögur - Fræðslumorgun starfsfólks

Nældu þér í DVD framyfir páska í dag

Ef þú leigir DVD-mynd á bókasafninu í dag þarftu ekki að skila henni fyrr en eftir páska, þriðjudaginn 26. apríl. Þú hefur myndina því í heila viku. Sem fyrr eru tilboð í almennu deildinni og barnadeildinni á myndum, margar myndir kosta aðeins 100 krónur. Safnið var lokað í morgun vegna fræðslumo…
Lesa fréttina Nældu þér í DVD framyfir páska í dag

Opnað klukkan 13 á þriðjudaginn - Fræðslumorgunn starfsmanna

Vegna fræðslumorguns starfsmanna opnar Amtsbókasafnið klukkan 13.00 á morgun, þriðjudaginn 19. apríl. Vonum við að skilaboðin nái til sem flestra svo enginn geri sér fýluferð á safnið!
Lesa fréttina Opnað klukkan 13 á þriðjudaginn - Fræðslumorgunn starfsmanna

Hundrað (og sextán) bestu íslensku bókmenntaverkin - að mati bókavarða

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur með dyggri aðstoð starfssystkina sinna tekið saman lista yfir 100 íslenskar bækur sem þú verður að lesa. Hundruð tilnefningar bárust, en þeir 116 titlar sem oftast voru nefndir fóru á listann.
Lesa fréttina Hundrað (og sextán) bestu íslensku bókmenntaverkin - að mati bókavarða

Bókasafnsdagurinn á fimmtudaginn - Hátíðisdagur á Amtinu

Á fimmtudaginn, 14. apríl verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allt land. Amtsbókasafnið tekur virkan þátt í hátíðarhöldunum. Amtsbókasafnið kom að tveimur stórum viðburðum á þessum degi: Gerð kynningarmyndbands fyrir bókasöfn og vali á 100 íslenskum bókum sem þú verður að le…
Lesa fréttina Bókasafnsdagurinn á fimmtudaginn - Hátíðisdagur á Amtinu

Tapað - Fundið - Hefurðu týnt einhverju? Gæti það verið á Amtinu?

Ýmsir hlutir hafa týnst á bókasafninu undanfarin misseri. Við höfum nú sett þessa hluti á vagn á áberandi stað með von um að hlutirnir komist í réttar hendur. Þarna eru meðal annars leikföng, gleraugu og fatnaður. Kíktu við á Tapað - Fundið borðið!
Lesa fréttina Tapað - Fundið - Hefurðu týnt einhverju? Gæti það verið á Amtinu?

Framtíð bókasafna - Pistill í Víðsjá

Margir hafa skoðun á því hvernig bókasöfn framtíðarinnar eigi að vera. Margir sjá fyrir sér fjölbreyttari hlutverk en þau gegna nú. Í Víðsjá í vikunni flutti Þorgerður E. Sigurðardóttir athyglisverðan pistil um málið. Hérna má hlusta á pistilinn.
Lesa fréttina Framtíð bókasafna - Pistill í Víðsjá