Athyglisverðar teiknimyndasögur - Fræðslumorgun starfsfólks

Úlfhildur Dagsdóttir

Þriðjudaginn 19. apríl var fræðslumorgun fyrir starfsfólk Amtsbókasafnsins. Þar bar hæst frábært erindi Úlfhildar Dagsdóttur um teiknimyndasögur. Úlfhildur sagði frá uppruna teiknimyndasagna, mismunandi stílum eftir löndum og tók sérstaklega bandarísku, evrópsku og japönsku stílana fyrir.

Hún sagði frá og sýndi dæmi úr þekktum myndasögum á borð við Tinna og Ástrík og ýmislegt fleira.

Starfsfólkið hafði einkar gaman af og mikið gagn.

Úlfhildi er þakkað kærlega fyrir komuna!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan