Bókasafnsdagurinn á fimmtudaginn - Hátíðisdagur á Amtinu

ÁBókasafnsdagurinn fimmtudaginn, 14. apríl verður Bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allt land. Amtsbókasafnið tekur virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Amtsbókasafnið kom að tveimur stórum viðburðum á þessum degi: Gerð kynningarmyndbands fyrir bókasöfn og vali á 100 íslenskum bókum sem þú verður að lesa. Myndbandið verður sýnt á safninu á fimmtudaginn, og einnig á heimasíðunni.

Listinn yfir bækurnar verður til sýnis auk þess sem hann verður aðgengilegur á heimasíðuna.

Þá verður allt ókeypis á bókasafninu á fimmtudaginn nema ljósritun úr skylduskilum safnsins. Ef þú ert með sekt, þarftu ekki að borga hana ef þú skilar á fimmtudaginn. DVD-myndir verða ókeypis og geisladiskar líka.

Hátíðisdagur á fimmtudaginn, ekki láta þig vanta!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan