Börnin niður, vinnuaðstaða (lestrarsalur) upp?

Svona var barna- og unglingadeildin 2002 hjá okkur
Svona var barna- og unglingadeildin 2002 hjá okkur

Kæru safngestir.

Við erum að velta fyrir okkur einni hugmynd að breytingum á uppröðun safnsins. Hún felst í stuttu máli í því að færa barnadeildina niður á neðri hæð safnsins í suðurendann þar sem nú er lestrarsalur á bak við glervegg.

Við myndum halda glerveggnum og gera aðstöðu fyrir börnin þar á bakvið. Að sjálfsögðu myndu barnabækurnar fylgja með niður á neðri hæðina.

Í plássinu þar sem barnadeildin er núna myndum við síðan setja upp vinnuaðstöðu; lesborð og stóla þó það yrði með öðrum hætti en á neðri hæðinni.

Við viljum leita álits ykkar á þessum hugmyndum og viljum við biðja ykkur að skrifa hugmyndir ykkar og athugasemdir við þessa frétt með því að smella á tengilinn“athugasemdir“ hér að ofan.

Fyrirfram þökk fyrir hjálpina.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan