Áfangar

Bláskjár...
Bláskjár...

Það hafa verið miklar framkvæmdir og tilfæringar hjá okkur í sumar – Bækur og hillur hafa ferðast milli staða og hæða á meðan nýtt gler var sett í alla austurhlið hússins. Ýmsir efnisflokkar hafa fengið nýtt heimili og hillur sem áður stóðu þversum eru nú langsum – Fræðirit sem voru á 1. hæð hafa verið flutt upp á 2. hæð og tímaritin sem voru uppi eru nú komin niður.

Ný uppröðun

Nú er nokkrum áfanga náð og næsta skref verður að flytja barnadeildina niður á jarðhæðina í suðurenda hússins, þar sem nú er lestrarsalur bakvið gler.

Barnadeildin er þar með komin á fornar slóðir því þar var hún í eina tíð og einnig munu lestrarhestar fá sinn stað á 2. hæð þar sem þeir geta litið upp úr önnum dagsins og látið augu og huga reika um poll og hlíð.

fræðirit 400-699

Enn er ekki alveg klárt hvaða efnisflokkar munu fylgja lestrarhestum upp á 2. hæðina, en við látum vita um leið og við vitum það sjálf...

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan