Tímaritin öll komin á 1. hæð!

Tímaritin eru komin niður á 1. hæð!
Tímaritin eru komin niður á 1. hæð!

Eins og þið hafið öll tekið eftir, þá eru miklar framkvæmdir í gangi hjá okkur á Amtinu. Gluggamálin verða kláruð á næstu dögum (teygjanlegur tímarammi ... ) en það er margt sem hægt er að gera á meðan þær framkvæmdir eru í gangi. Nú hafa til dæmis öll tímaritin sem voru uppi á 2. hæð verið flutt niður á 1. hæð.

Og þá spyrjið þið ykkur væntanlega: „En hvað með fræðibækurnar í flokkum 400-699?“

Jú, mikið rétt. Þeim bókum hefur öllum verið komið fyrir í plássið uppi á 2. hæð þar sem tímaritin voru. Duglegir starfsmenn Amtsbókasafnsins gerðu þetta á einungis tveimur dögum og vonandi verða safngestir sáttir við þessar breytingar.

Ef samið yrði ævintýri um þessar breytingar yrði það einhvern veginn svona:

„Einu sinni voru tímarit. Þau voru öll á 2. hæð, nema nýjasta eintakið af hverju tímariti var á kaffiteríunni á 1. hæð. Tímaritunum fannst þetta ekki gaman. Þau ákváðu sín á milli að gera mikla byltingu, því þau vissu að þau væru vinsæl hjá safngestum. Heilmikil barátta fór fram á milli tímaritanna, fræðibókanna í plássinu sem þau sóttust eftir og starfsmanna Amtsins. Niðurstaðan var sigur tímaritanna en fræðibækurnar voru að vísu mjög sáttar við að flytja ofar. Allir ánægðir - voða gaman. Fórnarkostnaðurinn varð þó einhver, því mörg eintök af tímaritunum voru afskrifuð og sett á söluborð Amtsins. Kannski finna þau nýja eigendur fljótlega, en þau kosta bara 20 kr. stk. - Endir.“

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan