Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ný Innanbæjarkrónika

Ný Innanbæjarkrónika

Innanbæjarkrónikan er komin út, fróðleg og skemmtileg að vanda. Þar gefur að líta mataruppskriftir, fréttir af útrás leikskólanna, upplýsingar um sumarstörf og aðrar gagnlegar upplýsingar. Eintökum hefur verið dreift á vinnustaði en einnig er hægt að lesa hana hér á vefnum.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika
Hlíð 50 ára Mánudagsmálstofur

Hlíð 50 ára Mánudagsmálstofur

Sjötta málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmæli Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð mánudaginn 2.júlí kl. 12:15 – 12:45.
Lesa fréttina Hlíð 50 ára Mánudagsmálstofur

Hjólað í vinnuna 2012

Dagana 9. - 29. maí stóð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna í tíunda sinn. Meginmarkið Hjólað í vinnuna var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna 2012
Ráðningartími ungmenna lengdur

Ráðningartími ungmenna lengdur

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 24.05.2012 að lengja ráðningartíma ungmenna í átaki 17-25 ára skólafólks úr fjórum í fimm vikur, sjö tíma á dag þannig að heildarfjöldi tíma verði 175 klst. sumarið 2012.
Lesa fréttina Ráðningartími ungmenna lengdur
Hjólað í vinnuna 2012

Hjólað í vinnuna - Íþróttaráð veitir viðurkenningu

Íþróttaráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að veita viðurkenningu til þess vinnustaðar Akureyrarbæjar sem stendur sig best í keppninni Hjólað í vinnuna. Keppnin hefst í dag 9. maí og stendur til 29. maí. Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna - Íþróttaráð veitir viðurkenningu
Sumar og sól!

Ertu á leiðinni í frí?

Á starfsmannahandbókinni er nú að finna leiðbeiningar um skráningu fjarvista í dagbók og hvernig Out of office er uppsett fyrir tölvupóstinn. Einnig eru leiðbeiningar um hvernig skal skrá sumarfríið í viðverukerfið í OneSystem.
Lesa fréttina Ertu á leiðinni í frí?
Hjólað í vinnuna hefst 9. maí

Hjólað í vinnuna hefst 9. maí

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 9. - 29. maí næst komandi. Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir þeir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna hefst 9. maí

Vinnuskóli Akureyrar

Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar, http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi og stendur umsóknartímabilið til og með 27. apríl nk.
Lesa fréttina Vinnuskóli Akureyrar
Verkefni og hæfni

Auglýsing um TV-einingar

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og KÍ vegna Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur á sérstökum forsendum (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar. Nú er auglýst eftir umsóknum um TV-einingar vegna verkefna og hæfni. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir 8. maí 2012 á eyðublöðum sem finna má í starfsmannahandbók á vef Akureyrarbæjar, sjá slóðina http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kjaramal/timabundinvidbotarlaun. Þar er einnig að finna reglur Akureyrarbæjar um TV-einingar.
Lesa fréttina Auglýsing um TV-einingar
Tilboðssíðan!

Tilboðssíðan!

Á starfsmannahandbókinni er að finna tilboðssíðu og þar er hægt að finna ýmiss tilboð til starfsmanna. Starfsfólk er hvatt til að kíkja á síðuna þar sem ný tilboð koma reglulega inn. Tilboðssíðuna má finna hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/tilbod
Lesa fréttina Tilboðssíðan!
ÁRSHÁTÍÐ 2012!

ÁRSHÁTÍÐ STARFSFÓLKS AKUREYRARBÆJAR 2012

Kæra samstarfsfólk. Þá er árshátíðin alveg að bresta á en hún verður haldin með pompi og prakt í íþróttahöllinni laugardagskvöldið 3. mars ef einhver hefur gleymt því. Húsið opnar kl. 19:00 og munið að mæta tímanlega. Borðhald hefst síðan kl. 20:00 með þriggja rétta veislu frá Bautanum. Hljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Einn&sjötíu leika fyrir dansi og veislustjóri verður Hildur Eir Bolladóttir. Frábær skemmtiatriði í boði og aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar.
Lesa fréttina ÁRSHÁTÍÐ STARFSFÓLKS AKUREYRARBÆJAR 2012