Starfslok

Við starfslok er mikilvægt að stjórnendur greini ástæður starfsloka og tryggi yfirfærslu á viðeigandi þekkingu með því að eiga starfslokasamtöl við starfsfólk. Með faglegum vinnubrögðum helst starfsþekking innan vinnustaðar og veitir möguleika á því að gera úrbætur þar sem við á.

Annað hvert ár eru haldin starflokanámskeið þar sem starfsfólk sem nálgast starfslok vegna aldurs er boðin þátttaka, sjá nánar hér. 

Mikilvægt er að uppsögn berist skriflega. Uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðamótum eftir að uppsagnarbréfi er skilað til yfirmanns. 
Dæmi um uppsagnarbréf: Starfsmaður segir upp starfi sínu.  

Síðast uppfært 21. júní 2017