Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fagleg, lipur og traust!

Tilraun með bakgrunnsmynd lokið

Í dag lýkur tilrauninni með bakgrunnsmyndina. Starfshópur um innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar þakkar fyrir gott samstarf og jákvæð viðbrögð. Markmiðið með tilrauninni var að vekja athygli á gildunum þremur í þjónustustefnu Akureyrarbæjar – FAGLEG, LIPUR og TRAUST.
Lesa fréttina Tilraun með bakgrunnsmynd lokið
Stéttarfélagið Kjölur: Umsóknarfrestur í Vísindasjóð v/ háskólamenntaðra félagsmanna

Stéttarfélagið Kjölur: Umsóknarfrestur í Vísindasjóð v/ háskólamenntaðra félagsmanna

Umsóknarfrestur í vísindasjóð háskólamenntaðra félagsmanna KJALAR er til 28. febrúar 2012.
Lesa fréttina Stéttarfélagið Kjölur: Umsóknarfrestur í Vísindasjóð v/ háskólamenntaðra félagsmanna
Tilraun með bakgrunnsmynd í 3 daga

Tilraun með bakgrunnsmynd í 3 daga

Þjónustustefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn í febrúar 2010 og er því tveggja ára gömul um þessar mundir. Til þess að minna á stefnuna verður gerð tilraun. Tilraunin, sem var samþykkt á embættismannafundi 8. febrúar, felst í því að setja upp bakgrunnsmynd í tölvum starfsmanna Akureyrarbæjar sem verður þar í þrjá daga.
Lesa fréttina Tilraun með bakgrunnsmynd í 3 daga
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2012

Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2012

Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið og stendur til 6. mars nk. Margvísleg störf eru í boði svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf o.fl. Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá Akureyrarbæ og skoða með opnum huga þau störf sem í boði eru – því ekki að komast út úr hefðbundnum kynhlutverkum og prófa eitthvað nýtt?
Lesa fréttina Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2012
Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri

Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri

Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri mánudaginn 6. febrúar nk. Útibúið er staðsett á Glerárgötu 26, 1.hæð og opið verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Útibúið á Akureyri er annað útibú embættisins, en í desember 2010 opnaði umboðsmaður skuldara útibú í Reykjanesbæ. Líkt og í Reykjanesbæ munu tveir ráðgjafar starfa á Akureyri, þær Harpa Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur.
Lesa fréttina Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri
Lífshlaupið hefst á morgun

Lífshlaupið hefst á morgun

Lífshlaupið verður ræst í fimmta sinn miðvikudaginn 1. febrúar n.k. Um 16.400 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári og fjölgaði þátttakendum um rúmlega 3000 á milli ára. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is
Lesa fréttina Lífshlaupið hefst á morgun
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 10. febrúar nk. Málþingið er haldið í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri.
Lesa fréttina Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Staðgreiðsla vegna launa frá öðrum launagreiðendum

Staðgreiðsla vegna launa frá öðrum launagreiðendum

Í mörgum tilvikum eru starfsmenn Akureyrarbæjar launþegar hjá öðrum launagreiðanda en Akureyrarbæ og þurfa því að passa að tekið sé tillit til þeirra launa við útreikning staðgreiðslu á árinu 2012. Ef starfsmenn kjósa svo er hægt að taka tillit til launa frá öðrum við útreikning launa hjá Akureyrarbæ en að sjálfsögðu geta starfsmenn einnig valið að tilkynna öðrum launagreiðanda um laun hjá Akureyrarbæ. Ef óskað er eftir að Akureyrarbær taki tillit til launa frá öðrum við útreikning staðgreiðslu launa þarf að senda beiðni þar um, annað hvort skriflega eða í tölvupósti á viðkomandi launafulltrúa
Lesa fréttina Staðgreiðsla vegna launa frá öðrum launagreiðendum
Tilboð í ræktina

Tilboð í ræktina

Líkamsræktarstöðvar á Akureyri bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar eftirfarandi afsláttarkjör: Bjarg býður upp á árskort á 61.000 kr. og 6 mánaða kort á 42.000 kr. Tilboðið gildir þangað til annað verður ákveðið. Átak býður 15% afslátt af listaverði á árskortum. Tilboð þetta gildir til 15. febrúar 2012. Árskort kostar með afslætti 54.655 kr. Flest stéttarfélög veita styrki til líkamsræktar sem hægt er að nýta til þess að kaupa kort til að stunda ýmiskonar líkamsrækt.
Lesa fréttina Tilboð í ræktina
Freyvangsleikhúsið: Tilboð á Himnaríki

Freyvangsleikhúsið: Tilboð á Himnaríki

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Himnaríki, geðklofinn gamanleik eftir Árna Ibsen, í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit 17.febrúar nk. Í tilefni þessa býður leikhúsið upp á hópafslátt til fyrirtækja og starfsmannahópa.
Lesa fréttina Freyvangsleikhúsið: Tilboð á Himnaríki
Akureyri með besta vefinn

Akureyri með besta vefinn

Í gær voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og hlaut Akureyri viðurkenningu fyrir að eiga besta sveitarfélagavefinn, www.akureyri.is. Vefur Tryggingastofnunar ríkisins var kjörinn besti ríkisvefurinn.
Lesa fréttina Akureyri með besta vefinn