Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Enginn kynbundinn launamunur

Enginn kynbundinn launamunur

Í ljósi umræðna sem skapast hafa í kjölfar nýrrar könnunar BSRB, sem sýnir að kynbundinn launamunur sé síður en svo í rénun, skal áréttað að slíkan launamun hefur ekki verið að finna hjá Akureyrarbæ á undanförnum árum eins og leitt var í ljós með rannsókn RHA árið 2007.
Lesa fréttina Enginn kynbundinn launamunur
Bleikur föstudagur!

12.október er bleikur föstudagur!

Bleikur föstudagur! Október er mánuður bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni biður Krabbameinsfélag Íslands alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.
Lesa fréttina 12.október er bleikur föstudagur!

Launaseðlarnir komnir inn á www.eg.akureyri.is

Launaseðlar fyrir október birtast nú á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is. Beðist er velvirðingar á þessari töf á birtingu seðlanna.
Lesa fréttina Launaseðlarnir komnir inn á www.eg.akureyri.is

Launaseðlar fyrir október birtast ekki á starfsmannavefnum

Vegna tæknilegra örðugleika birtast launaseðlar fyrir október ekki á starfsmannavefnum - www.eg.akureyri.is. Unnið er að viðgerð. Laun starfsmanna hafa verið greidd út. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur starfsfólki.
Lesa fréttina Launaseðlar fyrir október birtast ekki á starfsmannavefnum
Tilboð til starfsmanna - Af fingrum fram í Hofi 11.október

Tilboð til starfsmanna - Af fingrum fram í Hofi 11.október

Þessi spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum síðastliðna þrjá vetur og nú gefst Norðanmönnum tækifæri til að kynna sér herlegheitin. Sjálfur Björgvin Halldórsson er gestur Jóns þetta kvöldið en hann hefur verið einn okkar fremsti söngvari um árabil. Hér munu kraftballöður og kómískar sögur verða altumlykjandi því gestgjafinn kann manna best að ná mönnum á flug. Með þeim verða Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Friðrik Sturluson á bassa. Boðið er upp á sérstök kjör til starfsmannfélaga og hópa á tónleikana, 600 kr afsláttur af almennu miðaverði sem er 3.900 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í miðasölu Hofs s. 450 1000 og midasala@menningarhus.is.
Lesa fréttina Tilboð til starfsmanna - Af fingrum fram í Hofi 11.október
Nýliðafræðsla 10. og 18. október

Nýliðafræðsla 10. og 18. október

Dagana 10. og 18. október nk. verður boðið upp á þriggja tíma fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Þann 10. október verður námskeiðið haldin frá kl. 13-16 og þann 18. október frá kl. 9-12. Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum. Markmiðið með fræðslunni er að nýtt starfsfólk kynnist mismunandi starfsemi hjá bænum og fái innsýn inn í hin ýmsu mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar, bæði beint og óbeint. Fastráðið starfsfólk sem unnið hefur skemur en eitt ár hjá Akureyrarbæ getur skráð sig á nýliðafræðsluna á starfsmannavef Akureyrarbæjar. Mikilvægt er þó að gera slíkt í samráði við yfirmann.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 10. og 18. október

Móttöku- og kynningardagur samfélags- og mannréttindaráðs

Til félaga, félagasamtaka og bæjarstofnana sem hafa áhuga á að taka þátt í móttöku- og kynningardegi samfélags- og mannréttindaráðs
Lesa fréttina Móttöku- og kynningardagur samfélags- og mannréttindaráðs
Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Bæjarstjórn samþykkti á hátíðarfundi þann 29. ágúst 2012 í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak. Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.
Lesa fréttina Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar
Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Bæjarstjórn samþykkti á hátíðarfundi þann 29. ágúst 2012 í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak. Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.
Lesa fréttina Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Þakkir vegna Afmælisvöku Akureyrar

Ágæta samstarfsfólk. Afmælisvöku Akureyrar er nú lokið og óhætt að segja að hún hafi gengið vel fyrir sig og verið okkur öllum til mikils sóma. Það er ekki sjálfsagt mál að svona umfangsmikil hátíð gangi stórslysalaust fyrir sig en mikill og góður undirbúningur ásamt jákvæðu og góðu viðmóti allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd afmælisvökunnar skiptir þar sköpum.
Lesa fréttina Þakkir vegna Afmælisvöku Akureyrar

Tilboð á DATE í Rýminu

Allir starfsmenn Akureyrarbæjar fá tilboð á sumarsýninguna DATE í Rýminu fimmtudaginn 19. júlí og föstudaginn 20. júlí. Í stað þess að fá miðann á 2500 krónur er miðaverðið 2000 krónur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Tilboð á DATE í Rýminu