Hjólað í vinnuna 2012

Dagana 9. - 29. maí stóð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna í tíunda sinn. Meginmarkið Hjólað í vinnuna var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.

Íþróttaráð hvatti fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa. Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningu þeim vinnustað Akureyrarbæjar sem stæði sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.

Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu, sem m.a. skilaði sveitarfélaginu í annað sæti í heildarstigakeppni sveitarfélaga. Íþróttaráð hyggst veita leikskólanum Pálmholti, Síðuskóla og Amtsbókasafninu viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2012.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan