Starfsmannakannanir um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks hjá Akureyrarbæ hafa verið gerðar annað hvert ár. Kannanirnar eru liður í framkvæmd mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar. Hjördís Sigursteinsdóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands sér um framkvæmd og úrvinnslu kannananna í samstarfi við Mannauðssvið.
Niðurstöður eru kynntar sviðsstjórum og stjórnendum/forstöðumönnum stofnana bæjarins og þeirra verkefni er að miðla niðurstöðunum áfram til starfsfólks síns. Í samvinnu við mannauðsdeild er unnið með niðurstöður.
Skýrslur með niðurstöðum kannananna:
Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf 2015
Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf 2013
Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf 2011
Líðan heilsa og starfstengd viðhorf 2010