Hjólað í vinnuna hefst 9. maí

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 9. - 29. maí næst komandi.

Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Allir þeir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.

Á vefnum www.hjoladivinnuna.is er hægt að skrá sig til leiks.

Átakinu er skipt upp í tvær aðskildar keppnir:

1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við fjölda starfsmanna á vinnustaðnum.

2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði.

Allir vinnustaðir og lið undir þeim eru sjálfkrafa skráð í vinnustaðakeppnina en valfrjálst er fyrir lið, óháð vinnustöðum, að taka þátt í kílómetrakeppninni.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum: www.hjoladivinnuna.is.

     

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan