Akureyrarbær notar skjalakerfið OneSystems. Námskeið í kerfinu eru haldin eftir því sem þörf krefur. Hægt er að finna heilmikið af leiðbeiningum inni í One-inu með að smella á þennan takka sem ætti að vera sýnilegur efst á forsíðunni í One. Undir kafla "03.03 Skjalakerfið almennt" er t.d. að finna talsvert af stuttum myndböndum og líka textaskjöl með skýringarmyndum um flest algengustu verkin í skjalakerfinu.
Skjalastjóri og skjalaverðir eru líka alltaf til taks til að leiðbeina ef fólk þarf á að halda, vinsamlega hafið samband við starfsfólk skjalasafnsins til að fá leiðbeiningar fyrir skjalakerfið. Símanúmer á skjalasafni í Ráðhúsinu er 460 1160, netfangið er skjalasafn@akureyri.is.
Skjalastjóri og skjalavörður veita aðstoð við færslu tölvupósts yfir í skjalakerfið og notkun dagbókarinnar í Outlook. Síminn á skjalasafninu er 460 1160.