Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gleðilegan bókasafnsdag!

Gleðilegan bókasafnsdag!

Bókasafnsdaguirnn 2013 er haldinn hátíðlegur í dag, 9. september. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.
Lesa fréttina Gleðilegan bókasafnsdag!
Lesum saman :-)

Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni á degi læsis?

Alþjóðadagur læsis sunnudaginn 8. september 2013 Lestrarvöfflur kl. 14:00 – 16:00 á Öldrunarheimilum Akureyrar; Hlíð og Lögmannshlíð. Þema dagsins er: Ungir - Aldnir
Lesa fréttina Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni á degi læsis?
Breytingar á lykilorðum

Er lykilorðið þitt öruggt?

Af öryggisástæðum eru fyrirhugaðar breytingar á lykilorðum til innskráningar á vefinn. Lykilorðum sem innihalda kennitölu notanda, hluta úr henni eða einfaldar talnarunur á borð við 1234 verður breytt fyrir lok ágúst, nema notandi verði búinn að gera það sjálfur á Mínar síður > Stillingar > Mitt lykilorð á gegnir.is fyrir þann tíma. Hafðu samband við okkur ef þú lendir í vandræðum með innskráningu. Síminn er 460 1250 og netfangið er bokasafn@akureyri.is
Lesa fréttina Er lykilorðið þitt öruggt?
Bókamarkaðurinn okkar slær alltaf í gegn!

Bókamarkaður

Bókamarkaðurinn okkar slær alltaf í gegn - Nú gefst fólki tækifæri til að gera reyfarakaup dagana 2. - 12. september 2013.
Lesa fréttina Bókamarkaður
Tölum saman!

100 Menningarbækur

Í september er þema bókahillunnar í Hofi fólk og menning. Á Akureyri býr fólk sem á uppruna sinn víða um heim. Menningin er margbrotin og tungumálin eru mörg. Á Amtsbókasafninu eru til bækur um allt milli himins og jarðar og á mörgum tungumálum. Fyrir utan íslensku er mest til á enskri tungu en einnig er nokkuð úrval bóka á öðrum Evrópumálum auk orðabóka. Fjöldinn allur af skáldsögum er af erlendum uppruna og hægt er að fá yfir 10000 bækur sem þýddar hafa verið úr hinum ýmsu tungumálum. Kvikmyndasafnið okkar er einnig afar fjölmenningarlegt og við bjóðum myndir frá yfir 20 þjóðlöndum sem síðan bjóða tal eða texta á enn fleiri málum. Amtsbókasafnið vill hafa eitthvað fyrir alla og öllum er velkomið að koma með tillögur að efniskaupum fyrir safnið. Tölum saman!
Lesa fréttina 100 Menningarbækur
Hugmynd eða veruleiki...

Akureyrarvaka - Hugmynd eða veruleiki

Amtsbókasafnið laugardaginn 31. ágúst kl. 13:00-19:00 13:00-17:00 - Álfabækur – síðasti sýningardagur. 15:00 - Hugmynd eða veruleiki. Listamaðurinn spjallar um verk sín og segir frá því hvernig hægt er að koma stóru bókasafni niður í einn skókassa. (Undan hælaháum!) 17:00-19:00 - Frátekin verk afhent eigendum sínum. (Þeir sem keypt hafa verk geta sótt þau á þessum tíma)
Lesa fréttina Akureyrarvaka - Hugmynd eða veruleiki

Síðustu sýningardagar

Það má með sanni segja að Álfabækurnar hafi slegið í gegn í hjá okkur í sumar. Nú líður að lokum þessarar skemmtilegu sýningar og síðasti sýningardagur er laugardaginn 31. ágúst.
Lesa fréttina Síðustu sýningardagar

Innlit

Innlit
Lesa fréttina Innlit
Múmínkönnur

Múmínkönnur

Litla búðin okkar í afgreiðslunni inniheldur margar gersemar. Þeirra á meðal eru þessar yndislegu og sívinsælu múmínkönnur.
Lesa fréttina Múmínkönnur
Álfabækur eru engu líkar...!

Vinsæl sýning

Óhætt er að segja að sýning Guðlaugs Arasonar á Álfabókum hafi slegið í gegn. Álfabækurnar heilla bæði stóra og smáa og í þeim má endalaust finna ný og óvænt atriði. Margar myndir eru nú þegar seldar en Álfabækurnar munu gleðja okkur áfram því sýningin stendur út ágústmánuð.
Lesa fréttina Vinsæl sýning
Ógnarlangur Amtsbókaormur

Ógnarlangur bókaormur

Amtsbókaormurinn hefur vaxið og dafnað svo um munar og nú er svo komið að hann er orðinn illmeðfærilegur. Því höfum við ákveðið að setja hann til hliðar um sinn, gefa honum haus og hala og stilla honum upp í haust. Í hans stað er kominn vísir að nýjum Amtsbókaormi og öllum velkomið að grípa í prjónana :-)
Lesa fréttina Ógnarlangur bókaormur