Gleðilegan bókasafnsdag!

Gleðilegan bókasafnsdag!
Gleðilegan bókasafnsdag!

Bókasafnsdaguirnn 2013 er haldinn hátíðlegur í dag, 9. september.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.

Yfir 100 bókasöfn munu taka á móti gestum sínum eins og vanalega þennan dag. Bókasöfnin eru mjög ólík – almenningsbókasöfn, hljóðbókasafn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og ýmis sérsöfn sem eru til á stofnunum svo sem spítölum, Alþingi, söfnum eins og Þjóðminjasafni og víðar. Mörg þeirra verða með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni eins og sjá má á eftirfarandi dæmum:

Í tilefni dagsins mun menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, opna síðuna www.bokasafn.is með upplýsingum um bókasöfnin í landinu.

100 handbækur

Í tilefni dagsins völdu bókaverðir landsins einnig sína uppáhalds handbók og hér er myndræn framsetning á þeim bókum sem urðu fyrir valinu - Þessum er flett aftur og aftur!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan