Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
GARASON

Álfabækur - engu líkar...

Elfbooks – Elfenbücher – Elfebøger – Livres des elfes - Opnun föstudaginn 28. júní kl. 12:00 - Allir hjartanlega velkomnir! Amtsbókasafninu er heiður af því að verða fyrst til að setja upp sýningu á myndverkum Guðlaugs Arasonar. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af örsmáum, þekktum, íslenskum sem erlendum, bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að hér sé um nýja tegund myndlistar að ræða. Sýningin stendur yfir 28. júní til 31. ágúst - Opið alla virka daga kl. 10:00-19:00
Lesa fréttina Álfabækur - engu líkar...
Sumarlegur sumarlestur :-)

Sumarlegur sumarlestur

Sumarlesturinn hefur gengið eins og í sögu og fjöldi ánægðra barna hefur lokið gefandi námskeiði hjá okkur. Börnin fara um allan bæ og fræðast um sögu bæjarins, húsin og fólkið. Þau hafa heimsótt skáldahúsin, samkomuhúsið, listagilið og fleiri skemmtilega staði. Við erum einstaklega ánægð með þessi börn sem koma til okkar á námskeið – Þau lesa, læra og leika sér og eru til fyrirmyndar í alla staði. Leiðbeinendur eru Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Ragna Gestsdóttir – ásamt unglingum í sumarstarfi, þeim Halldóri H. Stefánssyni, Margréti S. Benediktsdóttur og Hafdísi B. Þórðardóttur.
Lesa fréttina Sumarlegur sumarlestur
Sumar og sól :-)

Blessuð blíðan!

Það var gestkvæmt hjá okkur í morgun - Sjöundubekkingar í ratleik, krakkar frá Tröllaborgum og Kiðagili og ferðafólk af skemmtiferðaskipum - að ógleymdum fastagestum og ýmsum fundahöldum - líf og fjör í yndislegu veðri!
Lesa fréttina Blessuð blíðan!
Ísland - Iceland - Island

100 Íslandsbækur

Í sumar er þemað; Ísland – aldrei eins. Land elds og ísa, land fjalla og engja, land birtu og myrkurs. Landið sem getur verið mjúkt eins og mosi eða hrjúft eins og úfið hraun. Andstæður, fjölbreytileiki og litadýrð einkenna ljósmyndabækur um Ísland og myndefnin eru óþrjótandi. Skoðið og njótið!
Lesa fréttina 100 Íslandsbækur

Sumarlestur 2013 - greiðsla og námskeiðsgögn

Greiðsla fyrir sumarlestrarnámskeið - 2013 er í afgreiðlsu Amtsbókasafnsins. Þar eru námskeiðsgögn afhent gegn greiðslu kr. 2.500.- í peningum, við erum ekki með posa. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja Herdís Anna barnabókavörður og starfsfólk Amtsins
Lesa fréttina Sumarlestur 2013 - greiðsla og námskeiðsgögn
Skoppaðu á bókasafnið :-)

Skoppaðu á bókasafnið!

Hvað er skoppaðu á bókasafnið? Lestrarátak fyrir öll börn 6-12 ára. Er í gangi á bókasafninu frá 10. júní—24. ágúst. Hvað þarf að gera til að vera með: Skoppa á bókasafnið, velja sér bók og fá afhentan þátttökumiða. Lesa bókina og fylla svo út þátttökumiðann. Skoppa aftur á bókasafnið og skila miðanum í þar til gerðan kassa. Velja sér aðra bók og fá annan þátttökumiða.
Lesa fréttina Skoppaðu á bókasafnið!
Aukaspyrna á Akureyri

Bók á staur

Nú er komin járnbók á ljósastaur hér fyrir utan Amtsbókasafnið. Bókin er hluti af nýjasta verkefni Barnabókaseturs, sem er röð járnbóka á ljósastaurum milli Nonnahúss og Amtsbókasafnsins. Hver járnbók er í raun opna úr íslenskri barnabók og tilvalið að staldra við og lesa góðan texta sér til skemmtunar.
Lesa fréttina Bók á staur
Lokað milli kl. 10:00 og 12:00

Opnum kl. 12:00

Vinsamlegast athugið að Amtsbókasafnið verður lokað milli klukkan 10:00 og 12:00 þriðjudaginn 28. maí vegna námskeiðs hjá starfsfólki. Við opnum kl. 12:00 sprenglærð :-) Við bendum á að hægt er að skila í sjálfsafgreiðsluvélunum milli klukkan 10:00 og 12:00.
Lesa fréttina Opnum kl. 12:00

Sumarlestur 2013

Fullt er í hóp A, viku 1 (10-14.júní) kl. 9:00-12:00. Enn eru laus pláss í aðra hópa. Sumarlestrarkveðjur :-)
Lesa fréttina Sumarlestur 2013
Sumarlestur 2013

Sumarlestur 2013

Amtsbókasafnið og Minjasafnið standa fyrir lestrarhvetjandi sumarnámskeiðum í júní fyrir börn úr 3. og 4. bekk. Þrjú námskeið eru í boði – hámark þátttakenda í hverjum hópi eru 20 börn • Vika 1 10. -14. júní – kl. 9:00 – 12:00 og 13:00-16:00 • Vika 2 18.- 21. júní – kl. 9:00-12:00 • Vika 3 24.-28. júní – kl. 9:00-12:00 Námskeiðsgjald er 2500.- Skráning og frekari upplýsingar hjá herdisf@akureyri.is eða í síma 462 4162
Lesa fréttina Sumarlestur 2013
Saturday Night Fever er auðvitað til hjá okkur!

Ekki lengur opið á laugardögum

Nú hefur sumartíminn tekið við hjá okkur og það þýðir að við verðum ekki með opið á laugardögum í sumar. Afgreiðslutíminn í sumar verður sem sagt þessi:
Lesa fréttina Ekki lengur opið á laugardögum