Er lykilorðið þitt öruggt?

Breytingar á lykilorðum
Breytingar á lykilorðum

Af öryggisástæðum eru fyrirhugaðar breytingar á lykilorðum til innskráningar á vefinn. Lykilorðum sem innihalda kennitölu notanda, hluta úr henni eða einfaldar talnarunur á borð við 1234 verður breytt fyrir lok ágúst, nema notandi verði búinn að gera það sjálfur á gegnir.is:

Mínar síður > Stillingar > Mitt lykilorð

Hafðu samband við okkur ef þú lendir í vandræðum með innskráningu. Síminn er 460 1250460 1250 og netfangið er bokasafn@akureyri.is

 

Landskerfi bókasafna  hf. rekur bókasafnskerfið Gegni og vefina gegnir.is og leitir.is. Notendur bókasafnanna hafa margir hverjir fengið notandanafn og lykilorð sem gildir til að skrá sig hvort heldur sem er inn á gegnir.is eða leitir.is.

Vegna öryggisráðstafana standa nú fyrir dyrum breytingar á umsýslu lykilorðanna. Ekki verður lengur hægt að styðja lykilorð sem innihalda kennitölu notanda, hluta úr henni eða einfaldar talnarunur á borð við 1234. Þetta er gert til að reyna að tryggja að óviðkomandi komist ekki yfir upplýsingar um útlán og útlánasögu þína.

Hafir þú undir höndum lykilorð sem fellur undir ofangreint, hvetjum við þig til að skrá þig inn á gegnir.is og breyta því. Það er gert undir Mínar síður > Stillingar > Mitt lykilorð.

Nýtt lykilorð má aðeins innihalda tölustafi og ætti helst að vera 6-8 stafa langt en aldrei styttra en 4  stafir.

Á tímabilinu 28.-30. ágúst verður þeim lykilorðum breytt sem ekki uppfylla öryggiskröfur. Í kjölfarið verða sendar út leiðbeiningar til hlutaðeigandi.

Fyrir hönd bókasafnanna,

Landskerfi bókasafna

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan