Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Tjáðu þig í texta!

Ungskáld á Akureyri

Ertu ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára? Taktu þá þátt í samkeppni um besta ritaða textann s.s. ljóð, sögur, leikrit og svo framvegis. Vinningshafinn fær 50 þúsund krónur í verðlaun. Skilaðu snilldinni á rafrænu formi á netfangið ungskald@akureyri.is ásamt upplýsingum um nafn höfundar. Síðasti skiladagur er föstudagurinn 1. nóvember.
Lesa fréttina Ungskáld á Akureyri
Amtsbókasafnið á Akureyri

Alþjóðlegt konukaffi - International women´s coffee

Konur af öllum þjóðernum og á öllum aldri eru velkomnar á Amtsbókasafnið laugurdaginn 26. okt. kl. 12:00 - 14:00 og eiga saman góða stund. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar í boði - síðast komu flestar með eitthvað smáræði svo úr varð ágætis hlaðborð :) Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis – hlökkum til að sjá ykkur! Ertu með spurningu? Ekki hika við að hafa samband á netfangið astofan@akureyri.is eða í síma 460-1095
Lesa fréttina Alþjóðlegt konukaffi - International women´s coffee
Ný von - nýtt líf

Ný von - Nýtt líf

Fimmtudaginn 24. október verður haldinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu vegna útgáfu á nýrri bók sem ber heitið Ný von – Nýtt líf. Bókin fjallar um áfengis- og fíknmeðferð og lýsir nýjum og breyttum áherslum í áfengis- og fíknmeðferð. Höfundur bókarinnar er Dr. Joan M. Larson, sem er þekktur næringarfræðingur í Bandaríkjunum og stofnandi meðferðarstofnunnarinnar Health Recovery Center (HRC) í Minneapolis, en mikill og bættur árangur hefur náðst með aðferðunum sem þar eru notaðar. Þýðandi bókarinnar er Esther Vagnsdóttir sem kynnir efni bókarinnar á fundinum sem hefst klukkan 17.
Lesa fréttina Ný von - Nýtt líf
Brostu :-)

Brosbókin :-)

,,Dag einn hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því?“ Brosbókin, ný myndskreytt barnabók, eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen er komin út hjá Sölku og við kynnumst þessum nýju barnabókahöfundum í barnadeildinni, miðvikudaginn 23. október kl. 16:30 - Allir hjartanlega velkomnir :-)
Lesa fréttina Brosbókin :-)
Lesbretti að láni

Lesbretti að láni

Amtsbókasafnið hefur hafið útlán á lesbrettum (Kindle) til almennings. Á brettunum eru íslenskar og erlendar rafbækur, bæði nýjar og gamlar. Lánstími er sá sami og á venjulegum bókum eða þrjátíu dagar. Er það von okkar að lánþegar okkar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra.
Lesa fréttina Lesbretti að láni
Kim Kimselius

Sænskur barna- og unglingabókahöfundur í heimsókn

Dagana 15. - 17. október á sænski rithöfundurinn Kim M. Kimselius stefnumót við yfir 300 grunnskólanemendur á Akureyri. Hún mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við nemendur. Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir rithöfundaheimsókninni sem er samstarfsverkefni Norrænu félagana á öllum Norðurlöndunum og er tilgangur verkefnisins að auka þekkingu barna og unglinga á norrænum tungumálum. Almenningi býðst að hitta rithöfundinn á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 15. okt. kl. 16:30 - 17:30. Kim M. Kimselius mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við gesti safnsis.
Lesa fréttina Sænskur barna- og unglingabókahöfundur í heimsókn
Listamaður til láns

Listamaður til láns

Í einungis eina viku, frá fimmtudeginum 10. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðann listamann á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á sama hátt og bæjarbúar geta fengið lánaðar bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring. Listamennirnir verða lánaðir út ásamt ákveðnum listaverkum sem þeir munu deila með lánþegunum. Við vinnslu þessara verka hafa þeir nýtt sér sína einstöku listrænu nálgun með það að markmiði að rannsaka og krafsa í staði, líkama og aðstæður hins hversdagslega lífs lántakendanna.
Lesa fréttina Listamaður til láns
Ljósmyndarinn fangar augnablikið...

100 Ljósmyndabækur í Hofi

Í október er þemað; Ljósmyndabækur. Ljósmyndarinn er sífellt að velja. Engin mynd verður aðeins tekin á einn veg. Hvort sem um er að ræða landslag, hóp manna, uppstillingu eða sögulegt minnismerki. Við dáumst að hæfni málarans til að tjá ákveðin hughrif í verkum sínum. Sama á við um góðan ljósmyndara og sígild ljósmynd verður ekki til af tilviljun. Birtan er fyrir öllu. Eðli hennar breytist með veðri, eyktum og árstíðum og oft er það birtan sem skilur á milli hversdagslegrar ljósmyndar og einstaks listaverks. Ljósmyndun snýst um það að verðveita minningar og tjá hugmyndir og hugsanir. Ljósmyndin geymir um ókomna tíð eitt andartak!
Lesa fréttina 100 Ljósmyndabækur í Hofi
Afgreiðslutími í vetur

Afgreiðslutími í vetur

Nú hefur vetrartíminn tekið í gildi hjá okkur. Það þýðir einfaldlega að nú er opið eins og venjulega kl. 10:00-19:00 á virkum dögum en að auki er opið kl. 11:00-16:00 á laugardögum. Velkomin!
Lesa fréttina Afgreiðslutími í vetur
Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar

Ljósmyndasýning - ÁLKA

Föstudaginn 13. september kl. 13:13 opnar ÁLKA - áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, ljósmyndasýninguna Fólk á Amtsbókasafninu. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins til 31. október.
Lesa fréttina Ljósmyndasýning - ÁLKA
Herra Skoppi

Skoppað á bókasafnið

Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppaðu á bókasafnið að koma og hafa gaman saman!
Lesa fréttina Skoppað á bókasafnið