Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni á degi læsis?

Lesum saman :-)
Lesum saman :-)

Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni milli kl 14:00 og 16:00 sunnudaginn 8. september?

Þann 8. september verður boðið uppá lestur, vöfflur og kaffi á Öldrunarheimilum Akureyrar, Hlíð og Lögmannshlíð í tilefni af alþjóðadegi læsis. Nemendur, ættingjar, vinir og aðrir velunnarar eru hvattir til að heimsækja þessa staði sunnudaginn 8. september kl 14:00 – 16:00 og sameinast yfir góðu lesefni og veitingum. Nægt lesefni verður á staðnum en gestum er auk þess frjálst að taka með sér sitt uppáhaldslesefni. Gestir verða hvattir til að lesa fyrir íbúa/heimilisfólk, lesa með þeim, hlusta hvert á annað, ræða um lesefni eða sökkva sér sjálfir niður í lesefni að eigin vali.  Nemendur geta allt eins lesið eða spjallað um myndabækur, myndasögur, lesið af spjaldtölvu eða síma, í tímariti eða bók eftir því hvað þeim hentar. Lesefni mega þeir velja alfarið sjálfir.

Ef þú, fjölskylda þín og/eða vinir, hafið áhuga á að kíkja í heimsókn á Hlíð eða Lögmannshlíð sunnudaginn 8. sept. kl 14:00 -16:00, njóta lestrar og fá þér vöfflur, máttu gjarnan senda póst á umsjónarkennara þinn/barnsins þíns og segja okkur á hvorn staðinn þú vilt fara, svo við höfum hugmynd um fjölda gesta. Gott væri ef í póstinum væri netfang sem hægt væri að senda línu á þegar nær dregur.

Sama dag verður jafnframt boðið upp á lestrarvöfflur í Eymundsson og eru ungir sem aldnir hvattir til að njóta samveru þar yfir góðu lesefni og rjúkandi heitum vöfflum.

Kær kveðja,
Samstarfshópur um Dag læsis,
Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, Akureyrarstofa, Öldrunarheimili Akureyrar, Barnabókasetrið og Eymundsson

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan