Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Barnasögustund - þemað

Höfundurinn sem verður lesinn í laugardagssögustundinni núna er Sigrún Eldjárn. Það er alltaf gaman að koma á Amtsbókasafnið og hlusta á skemmtilegar sögur, börnin skemmta sér og fullorðnir líka. Munið: Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 14:00 í barnadeild Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Barnasögustund - þemað

Skannaðu sjálf/ur!

Kæru safngestir! Nú höfum við aukið við þjónustuna og höfum komið upp aðstöðu fyrir fólk að skanna sjálft, þ.e. að stunda myndlestur! Fólk þarf einungis að fá aðgang í afgreiðslunni, annað hvort með framvísun korts eða borga 200 kr. fyrir klukkustundar langan aðgang. Miðarnir fyrir skönnunaraðgang …
Lesa fréttina Skannaðu sjálf/ur!

Gerður Kristný og Prinsessan á Bessastöðum - upplestur á Amtsbókasafninu á Akureyri 24/11/2009, kl. 15:00

Rithöfundurinn Gerður Kristný mun koma hingað norður og lesa fyrir mörg hundruð grunnskólanemendur upp úr nýjustu bók sinni, Prinsessan á Bessastöðum. Hún mun samt líta hér við á Amtsbókasafninu og lesa upp úr sömu bók.   Hér á Amtsbókasafninu er kaffiterían glæsilega Amts-Café, og því tilvali…
Lesa fréttina Gerður Kristný og Prinsessan á Bessastöðum - upplestur á Amtsbókasafninu á Akureyri 24/11/2009, kl. 15:00

Aðalsteinn Ásberg og Vala Þórsdóttir með upplestur - Svavar Knútur með tónlist ... skemmtun fyrir alla á bókasafninu!

Rithöfundarnir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Vala Þórsdóttir lesa upp og kynna nýjar bækur sínar, Segðu mér og segðu ... og Tónlist hamingjunnar, á Amtsbókasafninu laugardaginn 21. nóv. kl. 14, en auk þeirra kemur söngvaskáldið Svavar Knútur fram. Dagskráin er einkar fjölskylduvæn, enda um að ræð…
Lesa fréttina Aðalsteinn Ásberg og Vala Þórsdóttir með upplestur - Svavar Knútur með tónlist ... skemmtun fyrir alla á bókasafninu!

Fegurstu orð íslenskrar tungu skv. notendum Amtsbókasafnsins

Í kjölfar dags íslenskrar tungu gáfum við notendum Amtsbókasafnsins tækifæri til að skrifa hjá okkur hvaða orð þeim þætti vera fegursta orð íslenskrar tungu. Niðurstöðuna má sjá á eftirfarandi mynd:
Lesa fréttina Fegurstu orð íslenskrar tungu skv. notendum Amtsbókasafnsins

Alþjóðleg athafnavika - Dagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri

Amtsbókasafnið á Akureyri tekur þátt í alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi. Dagskráin á safninu er eftirfarandi (fyrirlestrar á Amts-Café undir heitinu "Frumkvæði og framkvæmdagleði"): Mánudagur, 16. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45 Akureyrarstofa og Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi…
Lesa fréttina Alþjóðleg athafnavika - Dagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri

Mynddiskar á öðrum tungumálum en ensku - það er nefnilega ansi gott safn af þeim hjá okkur!

Það bætist alltaf í mynddiskasafnið hjá okkur, og eitt af því sem við erum stolt af eru myndirnar sem eru á öðrum tungumálum en ensku. Það safn telur þó nokkuð marga diska. Tekinn hefur verið saman listi yfir þessa mynddiska og má nálgast hann hér með því að ýta á þennan hlekk: DVDeign-tungumál Ann…
Lesa fréttina Mynddiskar á öðrum tungumálum en ensku - það er nefnilega ansi gott safn af þeim hjá okkur!

Stóra bangsasögustundin er á leiðinni! - verður laugardaginn 7. nóvember 2009, kl. 14:00

Kæru bangsaunnendur. Nú er gleðin tekin við völdum! Þann 7. nóvember 2009, kl. 14:00 verður stóra bangsasögustundin haldin hátíðleg og það verður rosalega gaman!! Frábær dagskrá: Kærleiksbjörninn kíkir í heimsókn, lesnar verða bangsasögur, teiknað, spilað og leikið, auk þess verður bangsahappdrætt…
Lesa fréttina Stóra bangsasögustundin er á leiðinni! - verður laugardaginn 7. nóvember 2009, kl. 14:00

Athugið: sögustund fellur niður!

Kæru safngestir! Því miður fellur sögustundin 29. október 2009 niður, vegna veikinda. Við vonumst auðvitað til að sjá ykkur hress og kát í stóru bangsasögustundinni laugardaginn 31. október 2009, kl. 14:00!
Lesa fréttina Athugið: sögustund fellur niður!

Bangsavikan í fréttum

Bangsavikan hefur farið vel fram á Amtsbókasafninu, og gaman að sjá þessa frétt sem birtist í vefsjónvarpi mbl.is: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/28202/ Annars skorum við á fólk að koma og kíkja á flotta bangsasýningu sem er í anddyri Amtsbókasafnsins. Stærðirnar á böngsunum eru frá nokkrum mil…
Lesa fréttina Bangsavikan í fréttum

Bangsasýning á Amtsbókasafninu - - leitað er eftir böngsum hvaðanæva úr heiminum

Nú líður senn að Alþjóðlega bangsadeginum á Amtsbókasafninu. Við höfum undanfarin ár tekið heila viku í að halda upp á daginn og fengið til okkar mikinn fjölda af börnum, haldið bangsasýningar og fjölmargt fleira skemmtilegt gert. Í ár langar okkur að setja upp bangsasýningu með böngsum víðsvegar…
Lesa fréttina Bangsasýning á Amtsbókasafninu - - leitað er eftir böngsum hvaðanæva úr heiminum