Amtsbókasafnið á Akureyri tekur þátt í alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi. Dagskráin á safninu er eftirfarandi (fyrirlestrar á Amts-Café undir heitinu "Frumkvæði og framkvæmdagleði"):
Mánudagur, 16. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45
Akureyrarstofa og Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi sína.
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45
Sigríður Bergvinsdóttir: "Nýting kartöflunnar og nýjungar í framreiðslu" og Garðsbúið ehf.: "Framþróun í landbúnaði".
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45
Vélfag ehf. og Raf ehf.: "Kröftug nýsköpunarfyrirtæki með nýjungar fyrir fiskvinnslu".
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45
Grasrót: "Iðngarðar og nýsköpun" og Laufabrauðssetrið: "Menningararfur og nýsköpun".
Föstudagur, 20. nóvember 2009, kl. 12:15-12:45
Sævar Freyr Sigurðsson og Saga Travel: "Ferðaþjónusta: ástríður, saga og náttúra!"
Komið í hádeginu í vikunni, fáið ykkur mat og njótið góðra fyrirlestra. Sjáumst hress!