Kæru safngestir!
Nú höfum við aukið við þjónustuna og höfum komið upp aðstöðu fyrir fólk að skanna sjálft, þ.e. að stunda myndlestur! Fólk þarf einungis að fá aðgang í afgreiðslunni, annað hvort með framvísun korts eða borga 200 kr. fyrir klukkustundar langan aðgang. Miðarnir fyrir skönnunaraðgang eru hins vegar afhentir við upplýsingaþjónustuborðið.
Þessi aðstaða er sett upp við austurvegg á 1. hæð, þar sem hlutverkaleikirnir eru geymdir (gegnt afgreiðslu). Ef allar aðrar almenningstölvur eru uppteknar, þá má biðja um almennan netaðgang í þessa vél.
Vonandi mælist þessi nýjung vel fyrir!