Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Ný prjónablöð á Amtsbókasafninu!

Við viljum minna ykkur á færeyska prjónablaðið Navia og einnig Lopa-blöðin vinsælu. Einnig bendum við á nýju prjónabækurnar og greinilegt er að prjónaskapur hefur sjaldan eða aldrei verið jafnvinsæll. Komið á Amtsbókasafnið og náið ykkur í eintök!
Lesa fréttina Ný prjónablöð á Amtsbókasafninu!

Ljóðaupplestur: Eyþór Árnason og Bragi V. Bergmann létta okkur lund!

Eyþór Árnason verðlaunaljóðskáld og Bragi V. Bergmann munu koma á Amtsbókasafnið og lesa upp skemmtileg ljóð fyrir safngesti. Ljóðaupplestur er alltaf notaleg upplifun, og ekki eru höfundarnir af verra taginu. Stórskemmtilegir báðir tveir! Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 17:15
Lesa fréttina Ljóðaupplestur: Eyþór Árnason og Bragi V. Bergmann létta okkur lund!

Jóladagatal Amtsbókasafnsins

Jóladagatal Amtsbókasafnsins Fróðleikur um jólin, textabrot úr bókum, jólatextar og ýmislegt fleira skemmtilegt. Nýr gluggi opnast í síðasta lagi klukkan 12:00 á hádegi. Í dagatalinu er að finna 4 spurningar sem hægt er að svara og senda inn rétt svör á netfangið ingibjorg@akureyri.is fyrir 4. ja…
Lesa fréttina Jóladagatal Amtsbókasafnsins

Jólasögustund Amtsbókasafnsins á Akureyri - frábær skemmtun, söngur og gleði!

Hún er vinsæl hin árlega jólasögustund Amtsbókasafnsins. Þá mæta krakkarnir með foreldrum sínum í barnadeildina, syngja jólalög og dansa smá og væntanlega kemur jólasveinninn líka! Þá munu verða kynntar nokkrar af nýjustu bókum fyrir yngstu kynslóðina, sem og eftirtaldir höfundar mæta og lesa upp …
Lesa fréttina Jólasögustund Amtsbókasafnsins á Akureyri - frábær skemmtun, söngur og gleði!

Tónlistargagnrýni og kvikmyndagagnrýni

Nýr liður í þjónustu Amtsbókasafnsins er að fá til okkar fólk til að gagnrýna tónlist og kvikmyndir, og mögulega síðar bækur. Nú eru komnir tónlistargagnrýnandi og kvikmyndagagnrýnandi, og það er von okkar að þið notið tækifærið, skoðið dómana og komið með ábendingar, jafnvel segið ykkar álit hreinl…
Lesa fréttina Tónlistargagnrýni og kvikmyndagagnrýni

Fimmta barnið - Eyrún Ýr Tryggvadóttir les upp úr nýrri spennusögu sinni!

Í fyrra skaust fram í sviðsljósið óþekktur glæpasagnahöfundur á Íslandi, og gaf þeim sem fyrir voru ekkert eftir. Þetta var og er bókasafnsfræðingur á Húsavík, Eyrún Ýr Tryggvadóttir. Hvar er systir mín? hét þessi spennusaga hennar, og nú hefur hún lokið við sjálfstætt framhald þeirrar bókar. Ber …
Lesa fréttina Fimmta barnið - Eyrún Ýr Tryggvadóttir les upp úr nýrri spennusögu sinni!

Grunnskólanemar lesa upp úr nýjum bókum - seinna kvöld

Eins og síðustu ár munu nokkrir grunnskólanemar koma á Amtsbókasafnið og lesa upp úr nokkrum af nýjustu bókunum. Fyrir unglingana er þetta frábær æfing í framkomu og upplestri, og fyrir bókaunnendur er þetta tækifæri til að heyra brot úr nokkrum af nýjustu bókunum þetta árið. Styðjum unglingana…
Lesa fréttina Grunnskólanemar lesa upp úr nýjum bókum - seinna kvöld

Harmleikur í Héðinsfirði og Heimkoman - stórskemmtilegur upplestur á Amtsbókasafninu, 5. desember kl. 14:00

Harmleikur í Héðinsfirði heitir ný bók sem Tindur gefur út. Hún fjallar um mannskæðasta flugslys sem orðið hefur á Íslandi. Lítið hefur verið fjallað um þetta slys, en höfundurinn, Margrét Þóra Þórsdóttir, hefur viðað að sér nýjum upplýsingum og hér er á ferð átakanleg saga um grimm örlög. Heimkoma…
Lesa fréttina Harmleikur í Héðinsfirði og Heimkoman - stórskemmtilegur upplestur á Amtsbókasafninu, 5. desember kl. 14:00

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Í gær var tilkynnt um það hvaða bækur væru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Þar sem um 20 ára afmæli verðlaunanna er að ræða var einnig kosið á netinu um besta verðlaunabækurnar hingað til í flokkunum tveimur (fagurbókmenntir og fræðibækur), og einnig voru útnefndar þýddar bækur í…
Lesa fréttina Íslensku bókmenntaverðlaunin

Hvað eiga þessi nöfn sameiginlegt?

Adam Lambert Stieg Larsson Jim Carrey Arnaldur Indriðason Robert Pattinson Lady Gaga Björgvin Halldórsson Viktor Arnar Ingólfsson Sandra Bullock .... ?? .... .... Nú, auðvitað eru þessir aðilar (þ.e. verk eftir þá eða með þeim) til leigu á Amtsbókasafninu á Akureyri!
Lesa fréttina Hvað eiga þessi nöfn sameiginlegt?

Barnasögustund - þemað

Höfundurinn sem verður lesinn í laugardagssögustundinni núna er Sigrún Eldjárn. Það er alltaf gaman að koma á Amtsbókasafnið og hlusta á skemmtilegar sögur, börnin skemmta sér og fullorðnir líka. Munið: Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 14:00 í barnadeild Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Barnasögustund - þemað