Íslensku bókmenntaverðlaunin

Í gær var tilkynnt um það hvaða bækur væru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Þar sem um 20 ára afmæli verðlaunanna er að ræða var einnig kosið á netinu um besta verðlaunabækurnar hingað til í flokkunum tveimur (fagurbókmenntir og fræðibækur), og einnig voru útnefndar þýddar bækur í fyrsta skipti. Bækurnar fimmtán sem útnefningu hlutu í gær eru þessar:

Fagurbókmenntir:
Böðvar Guðmundsson: Enn er morgunn (til í útlánadeild)
Guðmundur Óskarsson: Bankster (til í útlánadeild)
Gyrðir Elíasson: Milli trjánna (til í útlánadeild)
Steinunn Sigurðardóttir: Góði elskhuginn (til í útlánadeild)
Vilborg Davíðsdóttir: Auður (til í útlánadeild)

Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi
Kristín G. Guðnadóttir: Svavar Guðnason
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs - Líf í tónum (til í útlánadeild)
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á mannamáli: ofbeldi á Íslandi (til í útlánadeild)

Íslensku þýðingarverðlaunin:
Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Málavextir eftir Kate Atkinson (til í útlánadeild)
Guðbergur Bergsson: Öll dagsins glóð: safn portúgalskra ljóða
Kristján Árnason: Ummyndanir eftir Publius Ovidius Naso
María Rán Guðjónsdóttir: Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones (til í útlánadeild)
Sigurður Karlsson: Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari (til í útlánadeild)


Við á Amtsbókasafninu óskum öllum þessum aðilum innilega til hamingju með útnefninguna, og einnig Andra Snæ Magnasyni sem hlaut bæði verðlaunin í netkosningunni um bestu verðlaunabækurnar frá upphafi: Sagan af bláa hnettinum í flokki fagurbókmennta og Draumalandið: sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Báðar þessar bækur hans eru að sjálfsögðu til í útlánadeildinni á Amtsbókasafninu.

Komið við og reynið að að næla í eintak af tilnefndri bók ... og auðvitað öllum hinum líka!!



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan