Harmleikur í Héðinsfirði og Heimkoman - stórskemmtilegur upplestur á Amtsbókasafninu, 5. desember kl. 14:00

Harmleikur í Héðinsfirði heitir ný bók sem Tindur gefur út. Hún fjallar um mannskæðasta flugslys sem orðið hefur á Íslandi. Lítið hefur verið fjallað um þetta slys, en höfundurinn, Margrét Þóra Þórsdóttir, hefur viðað að sér nýjum upplýsingum og hér er á ferð átakanleg saga um grimm örlög.

Heimkoman er nafnið á nýjustu bók Björns Þorlákssonar. Hann er landsþekktur fréttamaður, en missti í upphafi kreppu vinnuna og þurfti þá að endurskoða gildismat sitt og að sumu leyti að læra að lifa upp á nýtt. Afraksturinn er meinfyndin hrakfallasaga sem spyr stórra spurninga.

Margrét Þóra og Björn munu koma á Amtsbókasafnið og lesa upp úr bókunum sínum, ásamt því að fjalla um þær og svara spurningum gesta.

Laugardaginn, 5. desember 2009, kl. 14:00!



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan