Jólasögustund Amtsbókasafnsins á Akureyri - frábær skemmtun, söngur og gleði!

gylltar jólabjöllurjólaskrautHún er vinsæl hin árlega jólasögustund Amtsbókasafnsins. Þá mæta krakkarnir með foreldrum sínum í barnadeildina, syngja jólalög og dansa smá og væntanlega kemur jólasveinninn líka! Þá munu verða kynntar nokkrar af nýjustu bókum fyrir yngstu kynslóðina, sem og eftirtaldir höfundar mæta og lesa upp úr sínum nýju bókum:

Brynhildur Þórarinsdóttir: Gásagátan

Lovísa María Sigurgeirsdóttir: Ég skal vera dugleg

Harpa Dís Hákonardóttir: Galdrasteinninn

bangsi með jólasveinahúfuTakið þennan dag snemma frá og mætið tímanlega, skemmtum okkur saman, því það er gaman - og þannig á það að vera um jólin!!!

Laugardaginn 12. desember 2009, kl. 14:00



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan