Fimmta barnið - Eyrún Ýr Tryggvadóttir les upp úr nýrri spennusögu sinni!

Eyrún Ýr TryggvadóttirÍ fyrra skaust fram í sviðsljósið óþekktur glæpasagnahöfundur á Íslandi, og gaf þeim sem fyrir voru ekkert eftir. Þetta var og er bókasafnsfræðingur á Húsavík, Eyrún Ýr Tryggvadóttir. Hvar er systir mín? hét þessi spennusaga hennar, og nú hefur hún lokið við sjálfstætt framhald þeirrar bókar. Ber hún nafnið Fimmta barnið og segja kunnugir að hún gefi þeirri fyrri ekkert eftir.

Eyrún Ýr mun koma á Amtsbókasafnið á Akureyri fimmtudaginn 10. desember kl. 17:15 og lesa upp úr bókinni sinni, ásamt því að svara spurningum safngesta ef einhverjar verða. Í fyrra vakti hún mikla athygli fyrir hressilegan og skemmtilegan upplestur, og umfjöllun. Hún mun eflaust gera það aftur núna.

Spennandi glæpasaga, spennandi höfundur - spennandi dagur!!!

Fimmtudaginn 10. desember 2009, kl. 17:15

Fimmta barnið eftir Eyrún Ýr Tryggvadóttur er bók sem norðlenskir spennusagnaáhangendur ættu að vera stoltir af



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan