Tónlistargagnrýni og kvikmyndagagnrýni

Nýr liður í þjónustu Amtsbókasafnsins er að fá til okkar fólk til að gagnrýna tónlist og kvikmyndir, og mögulega síðar bækur. Nú eru komnir tónlistargagnrýnandi og kvikmyndagagnrýnandi, og það er von okkar að þið notið tækifærið, skoðið dómana og komið með ábendingar, jafnvel segið ykkar álit hreinlega.

Tónlistargagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

BubbinnTónlistargagnrýnandinn er Björn Jónsson, eða Bubbi, og hafa í dag birst fimm dómar eftir hann. Bubbi er frábær penni og skemmtilegur, segir sína skoðun og er ekkert feiminn við það. Enda á það ekki að vera öðruvísi.

Tingó er kvikmyndagagnrýnandi AmtsbókasafnsinsKvikmyndagagnrýnandinn er hún Tinna Ingólfsdóttir, eða Tingó. Hún byrjaði dálítið á eftir Bubba en hefur samt lokið við tvo dóma. Ólík Bubba en er líka frábær og skemmtilegur penni.

Einkunnagjafir þeirra eru ólíkar (frá einni og upp í fimm stjörnur hjá Bubba, einkunnaskalinn 1-10 hjá Tingó) eins og textinn gefur til kynna líka:

"Tónlistin kemur manni í einmitt rétt skap þegar á myndina er horft." - Tingó úr dóm sínum um The Boat That Rocked.
"Einhverra hluta vegna finnst mér vera einhver óræður Eyjólfs Kristjánssonar blær hér á öllu og það er ekki ávísun á skemmtilegheit." - Bubbi úr dóm sínum um Vinalög Jógvans og Friðriks Ómars.
"Hún snertir líka á alvarlegum hliðum þess að vera geðveikur sem er nauðsynlegt mótvægi á móti gríninu." - Tingó um I'm a cyborg but that's okay.
"Ég held að það sé bara ekkert sem ég get fundið þessari plötu til foráttu. Flott lög, raddanir og spilamenskan pottþétt og heitt reggae "grúvið" hrífur mann með sér og kreppan gleymist smástund." - Bubbi um Hjálma - IV.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan