Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sumarlestur :-)

Sumarlestur – Akureyri – Bærinn minn!

Amtsbókasafnið og Minjasafnið auglýsa lestrarhvetjandi sumarnámskeið fyrir börn úr 3. og 4. bekk. Við lesum, lærum um bæinn okkar og sögu hans og höfum að sjálfsögðu gaman saman:-) Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Sumarlestur – Akureyri – Bærinn minn!
Auðnutittlingur

Fuglaskoðun á Akureyri

Viltu fræðast um fuglastaði og fuglaskoðun á Akureyri? Þá skaltu mæta á Amtsbókasafnið, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:15, en þá verður Sverrir Thorstensen með spjall um fugla og segir frá helstu fuglaskoðunarstöðum á Akureyri. Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Fuglaskoðun á Akureyri
Fiðrildi frá Krógabóli

Krógaból - Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð leik- og grunnskóla á Akureyri verður haldin 7. -21. maí. Af því tilefni hafa krakkarnir á Krógabóli sett upp sýningu á verkum sínum hér á Amtsbókasafninu. Litrík og falleg sýning sem sækir innblástur í nokkrar sígildar barnabækur.
Lesa fréttina Krógaból - Uppskeruhátíð
Tónlist við öll tækifæri!

Eyfirski safnadagurinn 5. maí

Amtsbókasafnið vekur athygli á tónlist og tónlistarbókum. Í tilefni dagsins er boðið upp á ókeypis útlán á tónlistardiskum, sem og dans- og söngvamyndum. Opið frá 11:00-16:00 - Allir velkomnir!
Lesa fréttina Eyfirski safnadagurinn 5. maí

Góðir gestir í heimsókn

Hér kom fríður hópur betri helminga flestra bæjarstjóra á landinu. Flottur og skemmtilegur hópur sem fékk létta hraðferð hér um safnið og fræddist um helstu starfsemi þess.
Lesa fréttina Góðir gestir í heimsókn
Norræn samvinna

Norræna félagið og norræn samvinna

Ragnheiður Þórarinsdóttir fjallar um sögu Norræna félagsins og norrænnar samvinnu.Fyrirlesturinn er fyrstur í röð slíkra sem Norræna Upplýsingaskrifstofan stendur fyrir og haldnir verða hér á Amtsbókasafninu. Allir velkomnir!
Lesa fréttina Norræna félagið og norræn samvinna
1. maí

Lokað hjá okkur 1. maí

1. maí gengur launafólk undir rauðum fána og gerir kröfur um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið, auk þess sem hann táknar dagrenninguna. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí árið 1923 en dagurinn varð lögskipaður frídagur árið 1972.
Lesa fréttina Lokað hjá okkur 1. maí
100 bestu

100 bestu barnabækurnar

Í tilefni af bókasafnsdeginum 17. apríl 2012 hefur verið birt veggspjald yfir 100 bestu barna- og unglingabækurnar sem starfsmenn bókasafnanna hafa valið. Margir tóku þátt í þessu vali og má segja að skipting á milli þýddra og frumsamdra bóka sé nokkuð jöfn. Þarna eru margar perlur, bæði gamlar og nýjar, og allar miklir gleðigjafar.
Lesa fréttina 100 bestu barnabækurnar
Eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;

Amtsbókasafnið á afmæli í dag - 185 ára - hvorki meira né minna!

Amtsbókasafnið, elsta stofnun Akureyrar, á traustan sess í bæjarlífinu og hafa vinsældir þess aukist meðal ungra sem aldinna ár hvert. Safnið fylgist vel með nýjungum og það breytist í takt við tíðarandann en það mun halda áfram að bjóða gesti sína velkomna eftir besta megni, eins og alltaf, um ókomin ár.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á afmæli í dag - 185 ára - hvorki meira né minna!
Lestur er bestur :-)

Alþjóðlegur dagur bókarinnar

Alþjóðlegur dagur bókarinnar er í dag 23.apríl - Dagurinn á að hvetja ungt fólk til þess að lesa og stunda yndislestur. Hann er einnig tileinkaður rithöfundum og útgefendum. 23. apríl er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness og dánardagur William Shakespeare.
Lesa fréttina Alþjóðlegur dagur bókarinnar
Lestur, mál og orðaforði

Yndislestur: lestur, mál og orðaforði

Barnabókasetur stendur fyrir opnum fræðslufundum um barnabækur og lestur barna. Næsti fundur verður haldinn á Amtsbókasafninu, mánudaginn 23. apríl kl. 17:00 Yndislestur : Guðmundur Engilbertsson, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri ræðir um lestur, mál og orðaforða. Amtskaffi opið - Allir velkomnir !
Lesa fréttina Yndislestur: lestur, mál og orðaforði