Amtsbókasafnið á afmæli í dag - 185 ára - hvorki meira né minna!

Eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;
Eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;

Amtsbókasafnið er elsta stofnun Akureyrarbæjar og var stofnað 1827 en opnaði í núverandi húsnæði árið 1968.

Frá því Amtsbókasafnið komst í viðunandi húsnæði hefur starfsemin vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þar er nú góð aðstaða til gagnaöflunar af ýmsu tagi, lestrar og tölvunotkunar. Þá hýsir safnahúsið einnig kaffihús og Héraðsskjalasafn Akureyrar.

 

Heimildarmynd um Amtsbókasafnið -  Hjalti Þór Hreinsson, 2010

Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.

Amtsbókasafnið, elsta stofnun Akureyrar, á traustan sess í bæjarlífinu og hafa vinsældir þess aukist meðal ungra sem aldinna ár hvert. Safnið fylgist vel með nýjungum og það breytist í takt við tíðarandann en það mun halda áfram að bjóða gesti sína velkomna eftir besta megni, eins og alltaf, um ókomin ár.

Hér má lesa meira um sögu safnsins : http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/saga

 


                                                                                                                                                                                   

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan