Norræna félagið og norræn samvinna

Norræn samvinna
Norræn samvinna

Ragnheiður Þórarinsdóttir fjallar um sögu Norræna félagsins og norrænnar samvinnu.Fyrirlesturinn er fyrstur í röð slíkra sem Norræna Upplýsingaskrifstofan stendur fyrir og haldnir verða hér á Amtsbókasafninu.

Norræna félagið á Íslandi er 90 ára í ár. Félagið á rætur sínar að rekja til ótryggs stjórnmálaástands á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina sem varð til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs sín á milli árið 1914. Í kjölfarið voru Norrænu félögin stofnuð hvert í sínu landi. Fimmtudaginn 3. maí mun Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins á Íslandi flytja fyrirlestur á Amtsbókasafninu á Akureyri um sögu félagsins, stöðu þess og áhrif í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Norræna félagið á Íslandi, Amtsbókasafnið og Norræna upplýsingaskrifstofan munu standa fyrir á afmælisárinu um norrænt samstarf á breiðum grundvelli. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 í kaffistofu Amtsbókasafnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Vefur Norræna félagsins : http://www.norden.is/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan