Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Góði Dátinn Svejk í Freyvangsleikhúsinu - Tilboð til starfsmanna

Góði Dátinn Svejk í Freyvangsleikhúsinu - Tilboð til starfsmanna

Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið Góði Dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek í leikgerð Colin Teevan. Leikstjóri er Þór Tulinus. Af því tilefni býður Freyvangsleikhúsið starfsmannafélögum og öðrum hópum tilboðsverð á sýningar. Miðaverð á sýninguna er 2.900 krónur en hópar sem telja 15 eða fleiri geta fengið afslátt af því verði.
Lesa fréttina Góði Dátinn Svejk í Freyvangsleikhúsinu - Tilboð til starfsmanna
Hugvekja um þjónustu - Örn Árnason í heimsókn

Hugvekja um þjónustu - Örn Árnason í heimsókn

Dagana 22. og 23. febrúar heimsótti Örn Árnason leikari nokkra vinnustaði hjá Akureyrarbæ og flutti hugvekju um þjónustu. Heimsóknin er hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um þjónustuna sem það veitir. Gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar er að þjónusta okkar sé fagleg, lipur og traust.  
Lesa fréttina Hugvekja um þjónustu - Örn Árnason í heimsókn
Starfslokanámskeið? 1. mars, 3. mars og 8. mars

Starfslokanámskeið? 1. mars, 3. mars og 8. mars

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 1. mars, 3. mars og 8. mars nk. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk Akureyrarbæjar eldri en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar að námskeiðinu eru Akureyrarbær, Kjölur, Eining Iðja og FSA.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið? 1. mars, 3. mars og 8. mars
Aðgát skal höfð ...

Aðgát skal höfð ...

Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur á kjarasviði sambandsins, skrifuðu grein um umræður og samskipti um málefni sveitarfélaga á netinu. Greinin  birtist í janúarhefti Sveitarstjórnarmála 2011.
Lesa fréttina Aðgát skal höfð ...
Tilboð í ræktina

Tilboð í ræktina

Líkamsræktarstöðvar á Akureyri bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar eftirfarandi kjör: Bjarg býður upp á 12 mánaða kort á 58.500 kr og 6 mánaða kort á 40.500 kr. Tilboðið gildir þangað til annað verður ákveðið. Átak/Þrekhöll býður 15% afslátt af listaverði á 12 og 6 mánaða kortum. Tilboð þetta gildir til 1. maí 2011. Athugið að flest stéttarfélög veita styrki til líkamsræktar sem hægt er að nýta til þess að kaupa kort!  
Lesa fréttina Tilboð í ræktina
Fasteignargjöldin á vefnum www.eg.akureyri.is

Fasteignargjöldin á vefnum www.eg.akureyri.is

Álagningu fasteignagjalda í Akureyrarkaupstað er lokið og nú verður tekin upp sú nýbreytni að greiðsluseðlar verða ekki sendir út til einstaklinga yngri en 67 ára. Með þessu móti sparast um 2 milljónir króna árlega í pappírs- og útsendingarkostnað. Allir greiðendur geta eftir sem áður séð ógreidda reikninga í heimabanka sínum og einnig skoðað þá á íbúavef Akureyrarbæjar, http://www.eg.akureyri.is/.
Lesa fréttina Fasteignargjöldin á vefnum www.eg.akureyri.is

Auglýst eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla - Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2011-2012.? Umsóknarfrestur er til og með 15.febrúar 2011.

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2011-2012. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011.  Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast: Kennslu í stærðfræði og öðrum raungreinum. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vefsíðu Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.
Lesa fréttina Auglýst eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla - Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2011-2012.? Umsóknarfrestur er til og með 15.febrúar 2011.
Staðgreiðsla 2011 - laun frá öðrum vinnuveitanda

Staðgreiðsla 2011 - laun frá öðrum vinnuveitanda

Í mörgum tilvikum eru starfsmenn Akureyrarbæjar launþegar hjá öðrum vinnuveitendum en Akureyrarbæ og þurfa því að passa að tekið sé tillit til þeirra launa við útreikning staðgreiðslu á árinu 2011. Ef starfsmenn kjósa svo er hægt að taka tillit til launa frá öðrum vinnuveitanda við útreikning launa hjá Akureyrarbæ en að sjálfsögðu geta starfsmenn einnig valið að tilkynna hinum vinnuveitandanum/-endunum um laun hjá Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Staðgreiðsla 2011 - laun frá öðrum vinnuveitanda
Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins komin út

Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins komin út

Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins 2011 er komin út. Akureyri besta land í heimi er umfjöllunarefni forsíðunnar að þessu sinni og fastir liðir eins og Gamla myndin, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru á sínum stað.
Lesa fréttina Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins komin út
Ný Innanbæjarkrónika komin út

Ný Innanbæjarkrónika komin út

Sjötta tölublað ársins 2010 af Innanbæjarkrónikunni er komið út. Meðal efnis er umfjöllun um nýjungar í Hlíðarfjalli og kvennafrídaginn. Föstu liðirnir Gamla myndin, Gott að vita, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru auk þess á sínum stað.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika komin út
Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB

Í samræmi við ályktun um jafnréttismál hefur jafnréttisnefnd BSRB unnið að gerð kynjabókhalds. Í kynjabókhaldinu er að finna upplýsingar um hin ýmsu kynjahlutföll innan BSRB og þar gefur að líta gröf og línurit yfir kynskiptingu félagsmanna, stjórna aðildarfélaga, stjórnar og skipaðra fulltrúa á vegum BSRB.
Lesa fréttina Kynjabókhald BSRB