Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Uppfærsla orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Uppfærsla orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Athygli er vakin á því að fyrstu vikuna í maí er unnið að uppfærslu á orlofsstöðu og þess vegna sýnir starfsmannavefurinn www.eg.akureyri.is ekki rétta stöðu fyrr en að því loknu.
Lesa fréttina Uppfærsla orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is
Greiðsla orlofs

Greiðsla orlofs

Landsbankinn mun greiða út orlof vegna yfirvinnu þann 11.maí og verður það lagt inná launareikninga.  Hafi launareikningur breyst síðasta árið er launþegum bent á að koma þeim upplýsingum til Landsbankans svo orlofsgreiðslur skili sér á réttan reikning.
Lesa fréttina Greiðsla orlofs
Könnun um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Könnun um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Fimmtudaginn 5. maí nk. verður send út könnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng munu fá upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast könnunina á vinnustað sínum. Í könnuninni er spurt um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks sveitarfélagsins á tímum efnahagsþrenginga. Sams konar könnun var gerð í fyrra og eru kannanirnar hluti af doktorsverkefni Hjördísar Sigursteinsdóttur í félagsfræði við Háskóla Íslands. Með könnuninni er einnig verið að uppfylla markmið í mannauðstefnu og jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Könnun um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar
ESB já eða nei - Fundarröð SÍMEY um samningaviðræður við ESB

ESB já eða nei - Fundarröð SÍMEY um samningaviðræður við ESB

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stendur fyrir fundarröð tímabilið 3.-31. maí fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og samningaferlið sem nú er í gangi vegna aðildarumsóknar Íslands. Aðalsamningamaður Íslands og fulltrúar úr samningahópnum munu skýra frá ferlinu og kynna helstu málaflokka í viðræðum við Ísland og ESB. 
Lesa fréttina ESB já eða nei - Fundarröð SÍMEY um samningaviðræður við ESB
Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar

Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur Í sumar. Áætlað er að verja allt að 370 milljónum króna til verkefnisins. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu og mun bjóða atvinnuleitendum og námsmönnum með lögheimili á Akureyri á aldrinum 18-25 ára að sækja um sumarstörf í 8 vikur.
Lesa fréttina Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar
Góð afkoma og skuldir lækka

Góð afkoma og skuldir lækka

Rekstur Akureyrarbæjar, fyrir fjármagnsliði, gekk vel árið 2010 og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjóðsstreymi var einnig ágætt. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.406 millj.kr. en var jákvæð um 1.675 millj. kr. eftir fjármagnsliði. Er það liðlega 600 milljóna króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var jákvæð afkoma áætluð 1.075 millj.kr.
Lesa fréttina Góð afkoma og skuldir lækka
Upplýsingar um orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Upplýsingar um orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is getur starfsfólk Akureyrarbæjar skoðað orlofsstöðu sína. Staða orlofs er samkvæmt skráningu á síðasta launaseðli. Þess skal þó getið að starfsfólk sem vinnur af sér sumarið s.s. starfsfólk í grunnskólum fær ekki birta orlofsstöðu.
Lesa fréttina Upplýsingar um orlofsstöðu á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is
Vinnuskóli Akureyrar

Vinnuskóli Akureyrar

Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar, http://www.akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/ og stendur umsóknartímabilið til og með 27. apríl nk.
Lesa fréttina Vinnuskóli Akureyrar
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - atvinnurekstur eða umboðsstarfsemi starfsmanna

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - atvinnurekstur eða umboðsstarfsemi starfsmanna

Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar er starfmönnum óheimilt að stofna til eigin atvinnurekstrar eða umboðsstarfsemi, gegna starfi í þjónustu annarra eða ganga í stjórn atvinnufyrirtækis, nema með leyfi yfirmanns. Þá er starfsfólki óheimilt að stunda starfsemi sem telja má að sé í samkeppni við starfsemi bæjarins eða vinnustað viðkomandi.
Lesa fréttina Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - atvinnurekstur eða umboðsstarfsemi starfsmanna
Fræðsla um kynbundið ofbeldi

Fræðsla um kynbundið ofbeldi

Þriðjudaginn 29. mars nk. verður starfsfólki Akureyrarbæjar boðið upp á fræðslu um kynbundið ofbeldi. Í samræmi við Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er boðið upp á fræðslu til starfsfólks um einkenni, áhættu, greiningu, orsakir og afleiðingar kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals og vændis og hvernig bregðast skuli við ef slík mál koma upp.  Fræðslan fer fram í Rósenborg í kennslustofu á 3. hæð frá kl. 14-16. Skráning fer fram á starfsmannavefnum http://www.eg.akureyri.is/.
Lesa fréttina Fræðsla um kynbundið ofbeldi
Gamanleikurinn Farsæll farsi - Tilboð til starfsmanna

Gamanleikurinn Farsæll farsi - Tilboð til starfsmanna

Leikfélag Akureyrar býður starfsfólki Akureyrarbæjar sérkjör á gamanleikinn Farsæll farsi í Samkomuhúsinu á Akureyri. Verkið er gamanleikur eins og þeir gerast bestir með framhjáhaldi, feluleik, misskilningi o.s.frv. Fram koma 10 skemmtilegar persónur sem leiknar eru af 2 leikurum. Boðið er upp á hópafslátt (fyrir 10 eða fleiri) á 2.700 kr. miðann en venjulegt verð er  3.700 kr.
Lesa fréttina Gamanleikurinn Farsæll farsi - Tilboð til starfsmanna