Hugvekja um þjónustu - Örn Árnason í heimsókn

Dagana 22. og 23. febrúar heimsótti Örn Árnason leikari nokkra vinnustaði hjá Akureyrarbæ og flutti hugvekju um þjónustu. Starfsfólk í stéttarfélögunum Kjölur og Eining Iðja í Hlíðarfjalli, sundlauginni, strætó, framkvæmdamiðstöðinni, bókasafninu, héraðsbókasafninu, Rósenborg og ráðhúsinu nutu góðs af heimsókninni.

Örn fjallaði um mikilvægi góðs samstarfs starfsmanna í allri þjónustu og skoðaði hlutverk starfsmanna út frá ýmsum þáttum s.s: Byggir góð þjónusta á sameiginlegu átaki allra starfsmanna? Þurfa samstarfsmenn að veita hvor öðrum góða þjónustu til að viðskiptavinurinn fái góða þjónustu? Viljum við frekar skipta við viðmótsþýðan samstarfsmann en þann sem er hæfari en ekki eins vingjarnlegur? Spilagaldrar, sögur, söngur, glens og grín komu einnig við sögu hjá Erni svo úr varð hin skemmtilegasta hugvekja.  

Heimsóknin er hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um þjónustuna sem það veitir. Gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar er að þjónusta okkar sé fagleg, lipur og traust.  

Í mars mun Margrét Reynisdóttir halda þjónustunámskeið fyrir sömu vinnustaði. Þá verður ennfrekar unnið með þjónustustefnu Akureyrarbæjar með það að markmiðið að starfsfólk geti heimfært stefnuna upp á sín eigin störf.

Námskeiðin eru styrkt af Mannauðssjóði Kjalar og Sveitamennt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan