Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nýliðafræðsla 15. og 16. nóvember

Nýliðafræðsla 15. og 16. nóvember

Dagana 15. og 16. nóvember nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 15. og 16. nóvember
Menntastoðir á Akureyri - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Menntastoðir á Akureyri - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Nú gefst fólki á Akureyri tækifæri til að stunda nám í Menntastoðum. Menntastoðir eru nám á framhaldsskólastigi sem gefur um 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis. Menntastoðir hefjast 5. nóvember og þeim lýkur í maí/júní 2011. Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni.
Lesa fréttina Menntastoðir á Akureyri - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum Akureyrarbæjar

Viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum Akureyrarbæjar

Allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að vinna störf sín án þess að eiga á hættu einelti og kynferðislega áreitni. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar sem gagnast ættu þolanda eineltis/kynferðislegrar áreitni og yfirmanni sem fær slík mál til úrlausnar. Einnig hefur verið gefið út veggspjald með upplýsingum um hvert hægt sé að leita komi upp kynferðisleg áreitni eða einelti á vinnustað.
Lesa fréttina Viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum Akureyrarbæjar
Stjórnendur hjá Akureyrarbæ sækja námskeið um?starfsmannasamtöl í kjölfar starfsmannakönnunar

Stjórnendur hjá Akureyrarbæ sækja námskeið um?starfsmannasamtöl í kjölfar starfsmannakönnunar

Í október verður stjórnendum hjá Akureyrarbæ boðið upp á námskeið í starfsmannasamtölum. Markmiðið er að undirbúa stjórnendur fyrir samtölin og hvetja þá til þess að framfylgja Mannauðsstefnu bæjarins en samkvæmt henni eiga starfsfmannasamtöl að fara fram á öllum vinnustöðum árlega.
Lesa fréttina Stjórnendur hjá Akureyrarbæ sækja námskeið um?starfsmannasamtöl í kjölfar starfsmannakönnunar
Vilt þú styrkja skipulags- og stjórnunarhæfni?

Vilt þú styrkja skipulags- og stjórnunarhæfni?

Starfsmennt kynnir spennandi námsleiðir fyrir alla sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námsleiðin Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum hefst á Akureyri 11. október nk. og er starfsfólki í stéttarfélaginu Kjölur að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Vilt þú styrkja skipulags- og stjórnunarhæfni?
Tilboð í ræktina fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Tilboð í ræktina fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Líkamsræktarstöðvar á Akureyri bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar eftirfarandi kjör: Átak/Þrekhöll býður 15% afslátt af listaverði á 12 og 6 mánaða kortum með og án sunds.  Bjarg býður 12 mánaða kort á kr. 58.500 og 6 mánaða kort á kr. 40.500.
Lesa fréttina Tilboð í ræktina fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar
Hámarksframlag launþega í viðbótarlífeyrissparnað lækkar úr 6% í 4% þann 1. október 2010

Hámarksframlag launþega í viðbótarlífeyrissparnað lækkar úr 6% í 4% þann 1. október 2010

Í mars 2009 samþykkti Alþingi breytingu á tekjuskattslögum sem hækkaði frádráttarheimild launþega vegna viðbótarlífeyrissparnaðar úr 4% í 6%. Heimildin er tímabundin og gildir til 1. október 2010. Hámarksfrádráttur launþega verður aftur 4%  frá og með 1. október 2010.
Lesa fréttina Hámarksframlag launþega í viðbótarlífeyrissparnað lækkar úr 6% í 4% þann 1. október 2010
Uppfærsla á starfsmannavef vegna fyrrverandi?starfmanna

Uppfærsla á starfsmannavef vegna fyrrverandi?starfmanna

Starfmannavefurinn http://www.eg.akureyri.is/ hefur verið uppfærður og nú hafa fyrrverandi starfsmenn aðgang að gömlu launaseðlunum sínum í gegnum vefinn undir rafrænir launaseðlar.
Lesa fréttina Uppfærsla á starfsmannavef vegna fyrrverandi?starfmanna
Nýr námsvísir Starfsmenntar - Starfsfólk í stéttarfélaginu Kjölur getur sótt námskeið sér að kostnað…

Nýr námsvísir Starfsmenntar - Starfsfólk í stéttarfélaginu Kjölur getur sótt námskeið sér að kostnaðarlausu

Fræðslusetrið Starfsmennt sinnir þjónustu á sviði endur- og símenntunarmála fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Starfsfólk Akureyrarbæjar í stéttarfélaginu Kjölur getur sótt námskeið á vegum Starfsmenntar sér að kostnaðarlausu. Hér má finna Námsvísir Starfsmenntar haustið 2010.
Lesa fréttina Nýr námsvísir Starfsmenntar - Starfsfólk í stéttarfélaginu Kjölur getur sótt námskeið sér að kostnaðarlausu
Breyting á úthlutunarreglum Fræðslusjóðs Kjalar

Breyting á úthlutunarreglum Fræðslusjóðs Kjalar

Úthlutunarreglur Fræðslusjóðs Kjalar breytast frá og með 1. september 2010 og gildir þessi breyting fyrir námskeið á haustönn 2010. Starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér sína fræðslusjóði og nýta sem best þá möguleika til starfsmenntunar sem þar eru fyrir hendi. Starfsfólk getur sótt um styrki til þess að sækja ýmis námskeið eða námsleiðir.
Lesa fréttina Breyting á úthlutunarreglum Fræðslusjóðs Kjalar
Ný Innanbæjarkrónika

Ný Innanbæjarkrónika

Fimmta tölublað ársins 2010 af Innanbæjarkrónikunni er komið út. Meðal efnis er kveðja frá Eiríki Birni Björgvinssyni nýjum bæjarstjóra og umfjöllun um vel heppnaða Akureyrarvöku. Föstu liðirnir Gamla myndin, Gott að vita, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru auk þess á sínum stað.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika