Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Ný innanbæjarkrónika

Innanbæjarkrónikan er komin út og verður dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar næstu daga. Einnig má nálgast Krónikuna á rafrænu formi í starfsmannahandbókinni http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kronikan
Lesa fréttina Ný innanbæjarkrónika

Sameining leikskóla - Pálmholt/Flúðir og Holtakot/Síðusel

Tillögur að nýjum nöfnum á sameinaða leikskóla á Flúðum/Pálmholti og Holtakoti/Síðuseli. Erindi barst frá skólastjórum Flúða/Pálmholts og Holtakots/Síðusels með tillögum að nöfnum á sameinaða leikskóla. Nafnanefnd Akureyrarkaupstaðar hefur lýst yfir samþykki sínu með nöfnin sem gerð er tillaga um.
Lesa fréttina Sameining leikskóla - Pálmholt/Flúðir og Holtakot/Síðusel

Lokað hjá starfsmannaþjónustunni

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag miðvikudaginn 28. nóvember og fimmtudaginn 29. nóv.ember vegna útborgunar. Föstudaginn 30. nóv. verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá starfsmannaþjónustunni
Hlíðarfjall - tilboð til starfsmanna

Hlíðarfjall - tilboð til starfsmanna

Starfsfólki Akureyrarbæjar gefst kostur á að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjall á kr. 26.000, venjulegt verð er kr. 32.000. Sýna þarf haus af launaseðli þegar kortið er keypt. Hægt er að kaupa vetrarkortin í skíðaskálanum. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður formlega opnað laugardaginn 24. nóvember kl. 10 árdegis. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og þónokkurt magn af snjó náð að festast í brekkunum. Að auki hefur verið nægilega kalt til að snjóframleiðsla hafi gengið nokkuð vel.
Lesa fréttina Hlíðarfjall - tilboð til starfsmanna

16 daga átak gegn kyndbundnu ofbeldi.

Dagana 25. nóv - 10. des stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefur í frá 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim nýta átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda.
Lesa fréttina 16 daga átak gegn kyndbundnu ofbeldi.

Umsóknarvefurinn mun liggja niðri

Föstudaginn 2. nóvember mun umsóknarvefurinn vera lokaður frá 17:00 og fram til u.þ.b kl.12:00 á laugardaginn vegna viðhalds. Vonandi veldur þetta ekki miklum óþægindum.
Lesa fréttina Umsóknarvefurinn mun liggja niðri

Glærur frá nýliðafræðslu í október

Glærur frá nýliðafræðslu sem haldin var í október 2012 eru aðgengilegar á vefnum Í mannauðsstefnu Akureyrarbæjar segir: Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að allt nýtt fastráðið starfsfólk fari á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum."
Lesa fréttina Glærur frá nýliðafræðslu í október
Leikfélag Akureyrar tilboð á Leigumorðingjann

Leikfélag Akureyrar tilboð á Leigumorðingjann

Leikfélag Akureyrar sýnir nú Leigumorðingjann, sem er sérstætt og gráglettið verk um ástina og dauðann. Við bjóðum starfsmönnum Akureyrarbæjar upp á einstaklega glæsilegan hópafslátt á þessa sýningu en það hljómar þannig að hópar sem eru undir 80 manns fá miðann á 3.500.-kr en stærri hópar fá miðann á 3.000.-kr. Almennt miðaverð er 4.400.-kr og er því um 20-30% afslátt að ræða.
Lesa fréttina Leikfélag Akureyrar tilboð á Leigumorðingjann
Handverk í ráðhúsinu

Handverk í ráðhúsinu

Starfsfólk Ráðhússins stendur fyrir handverkssýningu í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Á sýningunni, sem opnar á morgun, föstudag, kl. 12.00, gefur að líta fjölbreytt handverk sem og ýmiskonar hugðarefni sem starfsfólk hefur unnið að í frítíma sínum. Sýningin stendur fram á næstkomandi þriðjudag.
Lesa fréttina Handverk í ráðhúsinu
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Starfsfólk er hvatt til þess að skrifa undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti sem finna má á heimasíðunni www.gegneinelti.is. Þannig látum við gott af okkur leiða og leggjum okkar af mörkum við að skapa umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.
Lesa fréttina Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti
Tilboð á leiksýninguna: Ég var einu sinni frægur

Tilboð á leiksýninguna: Ég var einu sinni frægur

Silfurtunglið býður vinnustöðum Akureyrarbæjar hópafslátt á sýninguna: Ég var einu sinni frægur. Og býður miðann á 2000 krónur fyrir stóra hópa. Stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal leika sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir. Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum. Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!
Lesa fréttina Tilboð á leiksýninguna: Ég var einu sinni frægur