Umhverfisátak í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar

Bæjarstjórn samþykkti á hátíðarfundi þann 29. ágúst 2012 í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak. Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.

Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan